Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1975, Blaðsíða 36

Eimreiðin - 01.01.1975, Blaðsíða 36
EIMREIÐIN en þegar það fellur á trjástofna eða grjót, freyðir það og ólgar og færist í aukana við mótstöðuna. En nú komu sveinarnir aftur, illa útleiknir. Þegar Penþeifur innti þá um Bakkus, kváðust þeir ekki hafa séð hann, ,.En“, sögðu þeir, „við náðum þó í þennan fylgisvein lians og þjón- ustumann við hlótið“, og þeir framseldu honum mann nokkurn með hendur bundnar fyrir aftan bak. Penþeifur hvessti á manninn augum, sem voru orðin ógur- leg af bræði. Þótt hann vildi fyrir engan mun draga refsinguna á langinn, sagði liann við manninn: „Þú átt nú að láta lífið öðrum til viðvörunar, en seg áður til nafns þins og ætternis og nefndu föðurland þitt, og seg oss einnig, hvi þú blótar að þess- um nýja sið“. Hinn svarar óttalaus með öllu: „Ég heiti Akötes og er úr Lýdiu og lítillar ættar. Faðir minn lét mér eftir hvorki akur- lendi, sem ég gæti plægt með sterkum uxum, né vænar sauða- hjarðir né annan búpening. Því hann bjó sjálfur við kröpp kjör og hafði ofan af fyrir sér með því að renna fæi’i í sjó og draga spriklandi fiska á land. Sú iðja var aleiga hans. Er ég nam af honum þessa iðju hans, mælti hann: „Taktu við aleigu minni og vertu eftirmaður minn og arftaki í þvi, sem ég hef stundað um ævina“. Þegar hann dó, lét hann mér ekkert eftir nema sjóinn, og hann einan get ég kallað föðurleifð mina. En hrátt lærði ég, þar sem ég entist ekki lengi að liima alltaf á sama klettinum, að halda um stjórnvöl skips með hægri hendi og stýra því, ég varð fróður um stjörnumerkin, svo sem Geit- ina, Taigetus, Hyadas og Björninn, og vissi um áttir vindanna og hvar voru góðar hafnir fyrir skipin. Eitt sinn, er ég var á leið til Deleyjar, bar mig að ströndum Kíos, við rerum þangað og ég stökk í land og kom niður í vot- an sandinn. Þar létum við fyrirberast um nóttina. Ég rís á fætur, er dagsbrúnin er tekin að roða himininn, og hið menn mína að sækja ferskt vatn og vísa þeim leiðina að lind einni. Ég geng sjálfur upp á hól einn liáan til að gá til veð- urs, en kalla síðan á förunauta mína og held til skips. „Við kom- um“, kallar Ófeltes, sá er var fyrir förunautum mínum og kem- ur niður að ströndinni með það sem hann hugði góðan ráns- feng og hafði fundið á mannauðum stað, en það var sveinn einn meyfagur. Sveinninn, sem var drukkinn af víni og svefni, var reikull í spori og virtist eiga óhægt með að fylgja þeim eftir. Er ég leit yfirbragð hans og limaburð, þá sá ég þar ekkert, sem gæti bent til annars en að hann væri ódauðlegur. Ég sagði því við félaga 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.