Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1975, Blaðsíða 17

Eimreiðin - 01.01.1975, Blaðsíða 17
EIMREIÐIN að þeir hafi lækkað um þrep í launastiganum. Undrun manna á því er illa igrunduð. Skýringin er sú, að eftirspurn eftir menntafólki hefur vaxið jöfnum skrefum með framboði, enda hefur þetta verið timaskeið mikils hagvaxtar, sem grundvall- aður er á tækniframförum. Nú er hins vegar tekið að gæta þess, að slaknað hafi á eftirspurn, og sýna t. d. tölur frá Sví- þjóð og Bandaríkjunum, að undanfarin 5—10 ár hafa laun liá- skólamanna lækkað hlutfallslega. Hefur aðsókn að háskólum þegar minnkað, enda eru nemendur yfirleitt fljótari en skóla- yfirvöld að bregðast við slíkum sveiflum. Versnandi kjör há- skólamanna er ekki nýtt fyrirbæri. Bandarískar rannsóknir sýna t. d., að afkastavextir af fjárfestingu í menntun þar í landi lækkuðu frá aldamótum og fram til 1947, en liafa verið stöð- ugir siðan þar til um 1970, sem fyrr greinir. Ekki verður skilist við „jöfnuð og skólamál“ án þess að drepa á þær miklu umræður um jöfnun námsaðstöðu harna og ung- linga, sem fram hafa farið nú að undanförnu. Búmsins vegna er ekki unnt að rekja þau mál rækilega á þessum vettvangi, en geta má þess, að þrátt fyrir fjölbrautaskóla, niðui'fellingu skóla- gjalda, styrki og námslán, gengur mai’gfalt stærri liluti harna frá hátekju- en lágtekjufjölskyldum menntaveginn, jafnt á Vesturlöndum sem austantjalds. Rannsóknir hafa sýnt, svo að ekki verður um villst, að menntun foreldra hefur mikil áhrif á skólagöngu barns, að börn með fráhæra námshæfileika hætta miklu frekar námi að loknum menntaskóla, ef þau koma frá fátæku heimili. Loks eru námshæfileikar fátækra barna, eins °g þeir eru nú mældir, að meðaltali mun minni en liæfileikar oddborgarabarna. Mikið hefur vei’ið skrifað og skrafað um þessi mál og fáir sleppa heilir á sál og líkama frá deilum félagsfi'æðinga, sál- fræðinga, hagfræðinga og skólamanna um erfðir og umhverfi, stöðuvatn hæfileikanna (á ensku pool of ability) og ágæti latinuskólans. Af þeim kynstrum kannana, sem gerðar liafa verið, má nefna Coleman-skýrsluna í Bandaríkjunum og Plow- den-skýrsluna í Bretlandi, hvort tveggja umbúðamiklar vísinda- rannsóknir, þar sem gild rök virtust færð fyrir því, að heimilis- hættir skiptu svo miklu fyrir námsái’angur harna og unglinga, að umbætur á skólahaldi gætu litlu breytt og fáum bjargað10. Sá gamli draugur, deilan um erfðir og umhverfi, hefur ver- ið vakinn upp og ríður húsum sem aldrei fyrr. Grein sálfræð- íngsins Arthurs Jensens í vetrarhefti Harvard Educational eview ái’ið 1969, How Mucli Can We Boost I.Q. and Scholastic Achievement?, vakti fálieyrðar deilur vísindamanna um heirn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.