Eimreiðin - 01.01.1975, Blaðsíða 12
EIMREIÐIN
tíma, en þar ráða einkum atvinnuleysi og veikindi því, að
vinnustundir eru fáar0. Jafnframt er heilsuleysi mest neðst í
metorSastiga starfsgreinanna. Hinn helmingur launamismunar-
ins er svo eignaSur ójöfnu kaupi. Auk þess, sem hér er taliS,
getur rikiS haft áhrif á vinnueftirspurn í einstökum atvinnu-
greinum og landshlutum (byggSastefna) eftir ýmsum leiSum.
Þegar liefur veriS nefnd sú hugmynd, aS rikið greiði liluta af
launum lágtekjumanna, sem enga iðn kunna.
Ráðstöfunartekjur. Ríkisbúskapurinn er afdrifaríkur fyrir
ráðstöfunartekjur heimilanna, en svo margslungin eru áhrif-
in, að fremur litið er um þau vitað hér á landi og erlendis.
Ríkið hefur mörg markmið með starfsemi sinni, og er jöfnun
tekna, neyslu og velferðar aðeins eitt þeirra. Enda þótt nokkr-
um útgjaldaliSum og tekjustofnum sé ætlað að hafa áhrif til
jöfnunar, er hvergi um heildarstefnu í jafnaðarmálum að ræða
við stjórn ríkisfjármála. Tekjuskattur einstaklinga er stighækk-
andi hlutfall af skattskyldum tekjum í orði a. m. k. víðast hvar.
Ýmsar tekjutilfærslur renna til fátækra, en aðrar eru óháðar
frumtekjum viðtakanda, svo sem fjölskyldubætur með hörn-
um (oft upphaflega ætlað til að auka frjósemi, en ekki jöfnuS).
Jöfnunaráhrif rikisfjármála á kaupmátt ráðstöfunartekna
eru óljós. Söluskattur, sem er óbreytilegur eftir vörutegund-
um, leggst með hlutfallslega mestum þunga á lágar tekjur
(er stiglækkandi) vegna þess, að efnafólk ver hlutfallslega
minni hluta tekna sinna til neyslu en fátæklingar. Aðflutnings-
gjöld (og allir óbeinir skattar), sem eru breytilegir eftir vöru-
tegundum, leggjast með stighækkandi þunga á tekjur, ef
þess er gætt að liafa gjöldin þvngst á vöru, sem ríkir
kaupa meira af en fátækir í hlutfalli við tekjur (þ. e. vöru,
sem hefur háa tekjuteygni). Mjög vafstm-ssamt er að komast
að þvi, hvaða tekjuhópum tilfærslur i fríðu koma helst til góða,
og erfitt er að gera sér grein fyrir endanlegum afleiðingum
verðlagsákvæða og niðurgreiðslna.
III. JÖFNUÐUR OG RÍKISFJÁRMÁLIN.
Að órannsökuðu máli mundu margir lelja, að vestræn þjóð-
félög hafi borið hratt í jafnaðarátt nú í aldarfjórðung •— jafn-
vel fullhratt að dómi litilla jafnaðarmanna. Ýmislegt þykir
benda til, að svo sé. Rikisútgjöld hafa vaxið hraðar en þjóðar-
tekjur, sífellt stærri hluti rikisútgjalda rennur til fátækra, og
tekna er aflað með stighækkandi sköttum, — að þvi talið er.
Rannsóknir ýmissa hagfræðinga og félagsvísindamanna und-
12