Eimreiðin - 01.01.1975, Blaðsíða 26
EIAAREIÐIN
mundssonar yfirkennara og Kristjáns J. Gunnarssonar fræðslu-
stjóra, um grein Helga. Þeir tóku flestir undir varnaðarorð
hans, luku lofsorði á frumkvæði Helga, en töldu ýmsir and-
varaleysi skólanna orðum aukið. Nokkrir fleiri tóku til máls
og voru ekki allir sammála Helga. Hann sló síðan botninn í
þessi skoðanaskipti með ágætri grein 31. október. Þar gerði
bann þá tillögu Halldórs Halldórssonar að sinni, að komið yrði
á fót leiðbeiningarstofnun um islenzkt mál, sem yxi upp af
islenzkri málnefnd, leiðbeindi um myndun nývrða og gæfi út
fræðslurit um rétta notkun máls. Helgi sagði þá kröfu, að móð-
urmálið gengi fyrir öllu í islenzkum skólum, ekki boða ein-
angrun, heldur sjálfstæði islenzkrar menningarþjóðar. Siðan
gagnrýndi hann þá, sem sifellt halda á loft þvi, sem þeir nefna
„frjálslyndi“ í málgæzlu, og sagði:
Raunar eru fáar syndir lævísari en sú ábyrgðarlausa værð, sem hreiðr-
ar um sig bakvið frjálslyndi. Því frjálslyndið er í tygjum við þann and-
lega ræfildóm, sem kann ekki greinarmun á frelsi og lausungu. Eðli
frjálslyndis er bilbugur, heillaráð þess í hverjum vanda er uppgjðf, en
sönn menning sækir á brattann.
Sérstök ástæða er til að minna á þessar umræður nú. Yfir
íslenzka tungu riða holskeflur erlendra áhrifa. málsóðarnir
stiga sinn dáradans í fjölmiðlum, í skólum virðist ístöðuleysið
setzt í öndvegið, stafsetning, málfræði og strangur agi um tungu-
tak bannorð ein. Nú er það skólamanna og þá einkum kennara
í Heimspekideild Háskóla Islands að taka málið upp.
H.H.G.
ISLENZKT LJÖÐASAFN
26
Á undanförnum árum befur Almenna bókafélagið gefið út
ágæta ritflokka eins og Islenzkar bókmenntir og lslenzka þjóð-
fræði. I íslenzkum bókmenntum bafa m. a. komið út Mann-
fækkun af hallærnm eftir Hannes Finnsson biskup, Píslarsaga
síra Jóns Magniíssonar, íslendingar eftir Guðmund Finnboga-
son, Kristrún í Hamravík Hagalíns og Anna frá Stóru-Borg
eftir Jón Trausta, Lif og dauði Sigurðar Nordals og Reisubók
séra Ólafs Egilssonar. Að Islenzkum þjóðfræðum liafa staðið
Jón Samsonarson, sem gaf út Kvæði og dansleiki, Bjarni Vil-
hjálmsson og Óslcar Halldórsson, sem gáfu út lslenzka máls-
hætti, Halldór Halldórsson, sem tók saman íslenzkt orðtaka-
safn, og síðast en ekki sizt Sigurður Nordal, sem valdi úr is-
I