Eimreiðin - 01.01.1975, Síða 14
EIMREIÐIN
um ríkisins, eru i öðrum O.E.C.D.-löndum yfirleitt stiglækk-
andi eða hlutlausir og hafa því annaðhvort engin áhrif á dreif-
ingu frumtekna eða gera hana ójafnari.
Ekkert er unnt að segja um heildaráhrif íslenzka skattkerfis-
ins á tekjudreifingu, þar sem þau hafa ekki verið könnuð, en
í öðrum löndum hafa þessi mál verið rannsökuð og stundum
verið komist að óvæntum niðurstöðum. Sérfræðingar O.E.C.D.
telja sig t. d. hafa komist að því, að skattar í Bretlandi, Banda-
ríkjunum, Frakklandi og Vestur-Þýzkalandi liafi annaðhvort
engin áhrif á tekjudreifinguna eða geri hana ójafnari10. Jos-
eph A. Pechman og Benjamin A. Okner, sem hafa nýlokið vand-
aðri rannsókn á bandariska skattkerfinu, telja, að þar leggist
opinber gjöld með hlutfallslega sama þunga (um 22%) á 90%
allra tekna. Hins vegar beri þeir allra tekjulægstu léttari byrði
og þeir tekjuhæstu þyngri11. Víðast hvar á Norðurlöndum mun
skattbyrði vera stighækkandi, svo sem í Svíþjóð, en þar stig-
hækkar tekjuskattur einstaklinga mjög ört og vegur á móti
óbeinum sköttum, sem stiglækka, er tekjur hækka. Skattbyrði
um 80% framteljenda er þó mjög áþekk, að því er sænskur
hagfræðingur telur frá 46% til 54%, en þeir tekjuhæstu bera
enn þyngri skatta12.
Útgjöld ríkisins eru margvísleg og oft nær ógerlegt að mæla,
hvaða hópum öðrum fremur þau koma til góða. Á það við t. d.
um útgjöld vegna dómsmála, landhelgisgæslu og um styrki til
atvinnuveganna. Áhrif annarra útgjaldaliða, svo sem tilfærslna
almannatryggingakerfisins og tekjutilfærslna almennt, er liins
vegar unnt að mæla með góðu móti og hafa þær yfirleitt auk-
ið jöfnuð. Það er þó ekki einhlitt, því að slikar tilfærslur eru
oft ekki í neinum tengslum við tekjur viðtakanda, svo sem fjöl-
skyldubætur, sem áður voru nefndar. Um jöfnunaráhrif til-
færslna í fríðu, — svo sem heilbrigðisþjónustu, kennslu, vist-
ar á barnaheimilum eða ókeypis húsnæðis, — er lítið vitað, en
þau eru samt talin veruleg, en ekki eins mikil og áhrif tekju-
tilfærslna.
Örfáar tilraunir hafa verið gerðar til að mæla heildaráhrif
ríkisfjármála, tekna og útgjalda, á tekjujöfnuð, og er Banda-
rikjamaðurinn Irving Gillespie brautryðjandi á því sviði, en
útreikningar af þessu tagi hafa einnig verið gerðir af hagfræð-
ingum á Hagstofu Bretlands13. Báðir aðilar telja sig hafa kom-
ist að því, að rikisbúskapurinn i heimalandi þeirra hafi haft
nokkur áhrif til jöfnunar. Forsendur þessara rannsókna eru
hins vegar mjög djarflegar og óvarlegt að reisa margt á þeim. í
raun má segja, að markleysa ein sé að bera saman ástandið
14