Eimreiðin - 01.01.1975, Side 22
EIMREIÐIN
iMargir hafa þó spreytt sig á verkefninu allar götur frá enska heim-
spekingnum Jeremy Bentham (1748—1832) til hollenska Nóbelshafans í
hagfræði, Jans Tinbergen (1903— ), sem glímir nú á eftirlaunum við
velferðarmælingar. Sbr. J. Tinbergen: AN INTERDISCIPLINARY APP-
ROACH TO THE MEASUREMENT OF UTILITY OR WELFARE, 5th
Geary Lecture, The Economic and Social Research Institute, Dublin 1972.
2Enda þótt margt hafi verið skrifað og skrafað frá örófi alda um neyslu-
venjur ríkra og fátækra, er fyrst vitað um tölfræðilegar neyslurann-
sóknir undir lok 18. aldar á Bretlandseyjum. Sbr. Séra David Davies:
THE CASE OF LABOURERS IN HUSBANDRY, Bath 1795, og Sir
Frederick Edens THE STATE OF THE POOR, London 1797. Frægust
allra tölfræðirannsókna á neysluháttum var gerð árið 1857 af Ernst
Engel: DIE PRODUKTIONS UND KONSUMTIONSVERHALTNISSE
DES KÖNIGREICHS SACHSEN.
3Hér á eftir verður eingöngu rætt um vinnulaun, en í vestrænum hag-
kerfum eru þau allt að 75% þjóðartekna. Þennan framsetningarhátt, að
ræða jafnaðarstefnu með hliðsjón af hugtökunum fimm — frumtekjum,
ráðstöfunartekjum, kaupmætti ráðstöfunartekna, neyslu og velferð — hef-
ur sænski hagfræðingurinn Ragnar Bentzel notað og landi hans Assar
Lindbeck tekið upp í ritgerð, sem stuðst hefur verið við í þessum hluta
greinarinnar. Sbr. R. Bentzel: The Social Significance of Income Distri-
bution Statistics, REVIEW OF INCOME AND WEALTH, september 1970,
og A. Lindbeck: Inequality and Redisribution Policy Issues; Principles
and the Swedish Experience, ljósrit, O.E.C.D., París 1974.
4Hagtölur frá Austur-Evrópu eru af skornum skammti, en almennt er
talið, að dreifing tekna sé engu jafnari þar en í Vestur-Evrópu. Kunnur
enskur hagfræðingur telur, að sennilega ríki meiri jöfnuður í Svíþjóð
en Búlgaríu og í Bretlandi en Ráðstjórnarríkjunum. Sbr. Peter Wiles:
THE DISTRIBUTION OF INCOME EAST AND WEST, Amsterdam
1974, bls. xiv og 48.
BSbr. t. d. Herbert S. Parnes og Andrew I. Kohen: Occupational In-
formation and Labour Market Status: The Case of Young men, JOURNAL
OF HUMAN RESOURCES, vol. x. no. 1, 1975, bls. 44—55. 1
°Sjá t. d. rannsóknir Per Holmbergs í Svíþjóð. Sbr. P. Holmberg, rit-
stj.: SVENSKA FOLKETS INKOMSTER, Stokkhólmi 1970.
7Þessi bölsýni er nú tíska í hópi nokkurra hagfræðinga og margra fé-
lagsvísindamanna, enda hefur það ekki farið fram hjá hinum háu herr-
um í Efnahags- og framfarastofnuninni, sem kölluðu saman fund sér-
fræðinga um málið (CONFERENCE ON EDUCATION, INEQUALITY
AND LIFE CHANCES) í París 6.»—10. janúar 1975. Mikið af efni þessarar
greinar er sótt í ritgerðir, sem þar voru lagðar fram, og í umræður, sem
fylgdu.
8Sbr. sérfræðinga O.E.C.D.: DIRECTORATE FOR SOCIAL AFFAIRS,
MANPOWER AND EDUlCATION, Inequality in the Distribution of
Personal Income, ljósrit, París 10. desember 1974. í fáeinum löndum
hefur dreifingu frumtekna þó heldur þokað í jafnaðarátt, svo sem í Dan-
mörku og Svíþjóð.
»Sbr. t. d. Lester C. Thurow: THE IMPACT OF TAXES ON THE
AMERICAN ECONOMY, New York 1971. Þar birtir Thurow töflu, sem
22