Eimreiðin - 01.01.1975, Page 24
EIMREIÐIN
f« íiiTycuinum *
Ætlunin er að birta Á RITVELLINUM smágreinar og hug-
leiðingar um menningarmál, bókaumsagnir og annað, sem veig-
ur er i. Kjörorðið á J/essum vettvangi er tekið frá Terentíusi
hinum rómverska: Homo sum, Iiumani nil a me alienum puto,
—• ég er maður, mér er ekkert mannlegt óviðkomandi.
ÖNDVEGISRIT ISLENZKUÐ
Fámennri þjóð eins og íslendingum, sem á sér einhæfan
menningararf, — sögurit, sálma og Bragamál, — er hætt við
hvoru tveggja, að einangrast í þröngsýnislegri dýrkun lians einni
eða að gleypa svo gagnrýnislaust við öllu útlendu, að eigin
menning týnist eða salt hennar dofni. Erlendri múgmenningu
virðist sífellt aukast hér ásmegin, fánaberar liennar í sjónvarpi,
útvarpi, dagblöðum og kvikmyndum góla sína graðhestatóna,
æra óstöðuga unglinga, útvatna andlega mennt og höggva þann-
ig að rótum islenzkrar menningar, — islenzku þjóðarinnar. Þó
má sporna við slíkri öfugþróun. Og það verður m. a. gert með
þvi að veita erlendum menningarstraumum í íslenzkan farveg,
auka þannig fjölbreytni og frjósemi. Nútímamenn þurfa að
taka upp fallið merki manna eins og Jóns Þorlákssonar á
Bægisá, er sneri Paradisarmissi Miltons á islenzka tungu, Svein-
bjarnar Egilssonar, sem frægur er fyrir þýðingar sinar á Hóm-
erskviðum, Gríms Thomsens, sem færði grisk ljóð í íslenzkan
húning, Steingríms Thorsteinssonar, sem íslenzkaði grísk rit,
Þúsund og eina nótt Serkja og Ævintýri H.C. Andersens, svo
að nokkrir séu nefndir. Því er vakið máls á þessu hér, að áhugi
og skilningur virðist nú tekinn að aukast á íslenzkun erlendra
öndvegisrita. Verður þar fyrst fyrir lærdómsritaútgáfa Hins is-
lenzka bókmenntafélags, sem þeir Sigurður Lindal prófessor og
Þorsteinn Gylfason lektor standa að. I þeim bókaflokki liafa
24