Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1975, Page 30

Eimreiðin - 01.01.1975, Page 30
EIMREIÐIN þetta í fjóra daga og erum rétt við Pentilinn. Við siglum til j fjandans en ekki heim. Maður snarvillist í þessari þoku. Páll: Hver ákvað að við færum endilega þessa leið? Jón: (eins og skrattinn úr sauðarleggnum — svífur á hann) Einu sinni vann ég við að draga lömb undir byssuna — í slátur- húsi. Það voru rekin 20—30 lömb inn í stíuna í einu og ég greip alltaf eitt og eitt og handlangaði þau inn. Þau hlutu náttúrlega öll að verða drepin. Það furðulega var samt að ég geymdi alltaf það fallegasta þar til síðast. Furðuleg þessi feg- urðarást í manni. Það er engin tilviljun, að Saga af sjómim fékk heiðursviður- kenningu í Leikritasamkeppni L.R. 1971 og að sjónvarpsút- færsla þess hefur fengið lofsamlega dóma um Norðurlönd. Sem einþáttungur er Saga af sjónnm gott innlegg í íslenzkar bókmenntir, þar sem sameinast hnitmiðuð uppbygging, lifandi og sennileg samtöl og örugg efnistök á góðri hugmynd. Síðari ritgerð bókarinnar, Að skrifa harmleik, er öðrum þræði söguleg og fjallar um þær hugmyndir og kenningar, sem settar hafa verið fram á ólíkum tímum um það, hvernig eigi að skrifa „tragedíu“. Hrafn veltir síðan fyrir sér þeirri spurn- ingu, hvort hægt sé að skrifa harmleik í nútimanum og svarar þeirri spurningu játandi. En hvað er þá Þegar kinnhestur hneggjar? Naumast harm- leikur í hefðbundnum skilningi — miklu fremur paródía á hið harmræna form. Vissulega fylgir Kinnhesturinn reglunni um einingarnar þrjár algerlega, en þær eru skýrðar í ritgerð- inni: 1. Atburðarásin átti að snúast um eitt afmarkað efni (þ. e. a. s.: þráður leiksins mátti ekki trosna og fléttast aftur sam- an eins og í flestum verka Shakespeare). 2. Tími atburðarás- arinnar mátti ekki vera lengri en sólarhringur (þ. e. a. s.: at- burðarásin var bundin við einn sólarhring). 3. Atburðirnir áttu allir að gerast á sama staðnum (þ. e. a. s.: engin sviðsskipti). Regluna má draga saman og einfalda: ein atburðarás innan takmarka sólarhrings á einum og sama staðnum. Kinnhesturinn hefst að kvöldi dags og lýkur kvöldið eftir, sviðið er alltaf það sama (stofa hjónanna) og atburðarásin ein. Leikritið er byggt upp sem hliðstæða við sögn Njálu af Gunnari frá Hlíðarenda og Hallgerðar langbrókar. Það er þvi engin tilviljun, þó að persónur leikritsins heiti í höfuðið á hetjum Njálu. Þráður Kinnhestsins og sagan af samskiptum þeirra Hallgerðar renna samsíða frá upphafi leiksins og sam- einast loks í lokin, ástand Njálu verður ríkjandi. Hér er á vissan hátt um svipaða aðferð að ræða og í Sögu af 30

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.