Eimreiðin - 01.01.1975, Síða 31
ÉIMREIÐlN
sJonum — þ. e. a. s. saga, sem í upphafi virðist liggja fyrir ut-
an verðandi leiksviðsins, verður ríkjandi: leikritið sjálft. Með
nokkru sanni má síðan heimfæra þessa leikbyggingu upp á
hugleiðingu Hrafns um harmleikinn, þar sem hann segir: „Leik-
nt sem byggir á goðsögu, krefst því engrar atburðarásar, held-
ur l^itast það við að opinbera goðsöguna.“
Afbrýðin er það afl, sem rekur atburði Kinnhestsins áfram.
Hallgerður spilar á liégóma og getuleysi Gunnars og æsir hann
UPP í að leika meiri mann en hann er (hetjuna frá Hlíðar-
enda). Þegar hún er loks búin að fá nóg af þvi að kvelja
Gunnar og hæða og hyggst ná honum aftur niður á jörðina,
er það um seinan. Gunnar Kinnhestsins er ekki lengur trúður
nð leika Gunnar á Hliðarenda, hann er fastur í hlutverkinu:
hann er orðinn afskræmd andhetja.
Þannig má kannski líta á verkið sem gróteska skopmynd af
þvi skelfilega konuríki, sem margur Gunnar nútímans býr við.
Eins er hægt að líta á Gunnar sem mann, sem hefur stöðvazt
1 Persónuþróun, á meðan áður auðsveip kona hans hefur vakn-
að til lífsins. í rauninni má túlka verkið á hundrað vegu og
það ætti ekki að minnka aðdráttarafl þess fyrir góðan leik-
stjóra.
Trúlega kemur Kinnhesturinn flestum undarlega fyrir sjónir
V1ð lestur, og ég efa, að aðrir en leikhúsvanir menn átti sig á
'erkinu nema sjá það á sviði. Öfgar textans — þversagnir, of-
hvörf og krafan um sérstakt framsetningar- og leikform —
auðveldar alla vega ekki aðganginn. Það væri forvitnilegt að
sjá Kinnhestinn leikinn. Ekki er ég þó að lofa, að hann yrði
' elheppnuð sýning. Þar getur á ýmsu gengið. En verkið er leik-
rsent, og leikstjóri með þor og djörfung hefur úr góðum efni-
við að vinna.
D.O.