Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1975, Qupperneq 38

Eimreiðin - 01.01.1975, Qupperneq 38
EIMREIÐIN mína: „Þótt ég geti ekki um það sagt, livern guð þessi líkami geymir, þá veit ég það fyrir víst, að þarna er guð á ferð. Ó, hver sem þú ert, vertu oss hliðliollur og liðsinntu okkur í nauð- um. Vertu þeim hinum einnig náðugur!“ „Hirð þú ekki að biðja fyrir okkur“, segir nú Diktys, sem var allra skipverja fimastur að klífa upp hin háu möstur og renna sér niður aftur á kaðli. Undir þetta taka þeir Libys og hinn hjarthærði stafnbúi Melanþus og einnig Alkimedon og Epopeif- ur kallari, sem hafði þann starfa að skipa niður hvíldar- og vinnutíma og hvetja ræðarana. Allir liinir tóku í sama streng, svo blindaðir voru þeir af ránsfýsn. „Ég læt það ekki viðgang- ast að þetta skip verði notað til slíks óhæfuverks“, sagði ég, „og hér er það ég, sem mestu ræð“. Og ég stóð í vegi fyrir þeim og varnaði þeim uppgöngu. Þá rauk til sá, sem var þeirra mestur ofstopamaður, Lýkahas, en hann hafði orðið að flýja týrrenska ættborg sína og var útlægur ger fyrir hryllilegt mannvíg, hann sló mig bylmingshögg undir hökuna, þar sem ég stóð í vegi fyrir þeim og hann hefði steypt mér í sjóinn, ef ég hefði ekki náð taki á kaðli, þótt dasaður væri eftir höggið, en lýðurinn gerði góðan róm að verkinu. En þá tók Bakkus til máls, — því þetta var Bakkus, — líkt og liann hefði vaknað af værum blundi við óhljóðin og af honum væri nú runnin víman. „Hvað er á seyði? Hver æpir svo? Segið mér annars, þér sæfarar, hvernig er ég hingað kominn? Hvert ætlið þið að fara með mig?“ „Þú þarft ekkert að óttast“, svaraði einn, „en segðu okkur til hverrar hafnar þú vilt halda, og við munum setja þig þar á land“. „Til Naxeyjar“, sagði Liber, „er för minni heitið, því þar á ég heima. Þar verður okkur vel tekið“. Þrjótarnir sóru nú falska eiða við hafið og við alla guðina, að svo skyldi gert, og skipuðu mér að sigla af stað hinu skraut- búna skipi. Naxey var á hægri hönd og ég tek því stefnuna til hægri. En þá hrópar Ófeltes: „Hvert ertu að villast aulinn þinn? Ertu ekki með réttu ráði, Sigldu til vinstri!“ og flestir kinkuðu kolli til samþykkis, en aðrir hvísluðu í eyra mér því, sem fyrir þeim vakti. Nú var mér nóg boðið og ég hrópaði: „Þá er bezt að einhver annar taki við stjórn“ og vildi engan þátt taka í glæp þeirra og vélum. Þeir jusu yfir mig formælingum og hófu upp kurr mikinn. Einn þeirra, Efalíon, sagði hæðnislega: „Þú liyggur þig víst hafa ráð okkar í hendi þér!“ og settist sjálfur við stýri í minn stað. Hann tekur nú stefnuna frá Naxey, og snýr i þveröfuga átt. En þar lék guðinn á þá, hann lét sem hann hefði nú allt í einu komizt að svikunum, hann stóð í stafni skipsins og leit út 38
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.