Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1975, Side 42

Eimreiðin - 01.01.1975, Side 42
EIMREIÐIN VALDIMAR KRISTINSSON Hugleiðingar um jafnrétti á vinnumarkaðnum Æ fleiri konur stunda vinnu utan heimilis, og virðist sem flestar þeirra kunni því vel, ef iieildarvinnuálagið er ekki of mikið. Margvislegir breyttir þjóðfélagshættir valda þessu, en þeir verða ekki ræddir hér. Ein bezta sönnunin fyrir vilja kvenna i þessum efnum er sú staðreynd, að mjög margar kon- ur vinna utan lieimilis, þótt þær þurfi þess ekki af fjárhags- ástæðum; vinna þær þá gjarnan liálfan daginn sem kallað er. Ef við höfum þessar staðreyndir í huga annars vegar og hins vegar almennar kvartanir kvenna um, að þær njóti ekki nægi- lega góðrar aðstöðu á vinnumarkaðnum, hlýtur að koma til al- varlegra álita, hvernig hreyta megi vinnutilhögun til að rétta lilut þessa helmings þjóðfélagsborgaranna. 1 sumum löndum er eitthvað farið að ræða um að stytta al- mennan vinnutíma í þessu augnamiði um leið og konur ykju framboð á vinnumarkaðnum. Mun hér nú freistað að færa vinnutimastyttingu upp á „kvenréttindin“ miðað við aðstæður hér á landi. Að byrja útivinnu eftir miðjan aldur eða að vinna liálfan daginn, hlýtur að draga úr líkum á frama á vinnustað. Þarna kreppir líklega skórinn að kvenfólkinu. Ef nær allar konur stunduðu vinnu utan heimilis, ætti að mega stytta almennan vinnutíma og ná jafnmiklu vinnumagni og áður.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.