Eimreiðin - 01.01.1975, Page 43
EIMREIÐIN
Þrjátíu stunda vinnuvika fæst meö því aö vinna sex stundir
á dag í fimm daga. Miðað við sæmilegar þjóðfélagsaðstæður
settu einstaklingar að geta lifað allgóðu lífi af afrakstrinum af
þeim tíma, auk þess sem enginn bannaði hinum vinnusamari
að bæta við einhvers konar aukavinnu. Um hjón er það að
segja, að sextíu tímar á viku ættu að geta gefið þeim gott viður-
væri, jafnvel þótt þau hefðu fyrir börnum að sjá hluta æv-
innar. Með þessu móti væri ekki lengur hægt að fjölyrða um
verkamenn, sem gætu ekki séð fyrir konu og börnum með
launum sinum; konan væri engu síður orðin fyrirvinnan, og
»visitölufjölskyldan“ hefði tekið á sig nýja og traustari mynd.
Hægt væri að hugsa sér almennan dagvinnutíma frá kl. 8 á
morgnana til kl. 20 á kvöldin. Þetta eru 12 timar, er skiptust
í 6 morgunstundir frá kl. 8—14 og 6 siðdegisstundir frá ld. 14
20. Líklega væri bezt, að flest störf yrðu unnin á annarri
hvorri önninni, morgunönn eða síðdegisönn, ef ekki á þeim
báðum. Á vinnustöðum, þar sem væru dýrar vélar, gæti verið
hagkvæmt að láta vinna 12 stundir á dag og þá með tvöföldu
starfsliði. Sama er að segja um þjónustu, sem þarf að vera til-
t*k allan daginn, svo sem á margvíslegum fyrirgreiðsluskrif-
stofum hins opinhera. Þannig ætti fólk að geta sinnt nær öll-
mn erindum sínum utan vinnutímans, en á því er oft mikill
mishrestur nú. Einnig væri víða hægt að bæta önn við vfir
sumartimann til að skapa vinnu fyrir unglinga og til að sinna
aðkallandi verkefnum.
Skrifstofuvinna og almenn framleiðsla yrði liklega algeng-
ari á morgunönn, en ])ó væri það ekki einhlítt vegna almennrar
hagræðingar samgöngukerfis og af öðrum ástæðum. er siðar
verður vikið að. Einhverjar verzlanir þyrftu að vera opnar frá
morgni til kvölds, en hetri þjónustu mundu verzlanir veita sið-
riegis heldur en á morgnana. Reyndar væri beztur þjónustu-
tími verzlana líklega frá kl. 12—18, en þá gæti fólk, er ynni á
hvorri önninni fyrir sig, gert innkaup, hvar sem væri.
Stjórnendur í fyrirtækjum og stofnunum, þar sem unnið
væri á báðum önnum, gætu þurft að bera saman ráð sin á
miðjum degi og gæti hærra kaup þeirra oft að hluta til verið
fólgið í lengri vinnutíma, heldur en hinum sex almennu vinnu-
stundum.
í stundunum sex ætti hvorki að vera matartími né kaffitimi,
er> fólk mætti hafa með sér nestispakka, er það gæti borðað,
hegar vel stæði á, hvert á sínum stað. Þar með mætti leggja
Hiður flest mötuneyti og margar kaffistofur. Sérstaklega yrði
43