Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1975, Síða 46

Eimreiðin - 01.01.1975, Síða 46
EIMREIÐIN 46 við þessar breyttu aðstæður njóta lengur samvista beggja for- eldra á degi hverjum. Dagheimili mundu þá leggjast niður nema til hjálpar í veikindum foreldra eða við aðrar sérstakar aðstæður. „Vöggustofur“ yrðu eins og áður fyrst og fremst fyrir börn einstæðra foreldra (mæðra). Reyndar þyrfti að end- urskoða móðurréttinn við svo breyttar aðstæður. Þrátt fyrir almennari vinnu á morgnana heldur en síðdegis yrðu dagheimilin tvísetin að nokkru leyti. Foreldrar, sem vinna úti, ættu vorkunnarlaust að geta borgað að minnsta kosti full- an reksturskostnað við dvöl barna sinna á dagheimilum. Nesti ættu börnin að koma með sjálf, en borða síðan aðalmáltíð með foreldrum sínum. Skólar yrðu einnig tvísettir. Tímasókn hvers nemanda yrði að falla að öllu leyti undir morgunönn eða siðdegisönn, og að- staða þyrfti að vera í skólum til þess að fylla upp í eyðurnar með námi og leikjum. Þarna geta komið upp vandkvæði, ef skólatimi barns eða barna fellur ekki saman við vinnutíma foreldra. í sumum stórum skólum yrði líklega unnt að velja á milli morgun- og síðdegiskennslu, og tilfærsla á milli skóla gæti einnig komið til greina i þéttbýli. Svipuð vandkvæði yrðu, ef hjón hefðu ekki sama vinnutima. Annar hvor aðilinn gæti þá þurft að skipta um vinnu til sam- ræmingar. Ekki þarf að taka það fram, að öll þessi tilhögun gerir ráð fvrir að bæði hjónin sjái um heimilisstörfin, en þar með er ekki sagt, að á heimilum verði ekki verkaskipting eins og á vinnustöðum. En ábyrgðin vrði sameiginleg bæði innan heimilis og utan, og þar með yrði hver einstaklingur skatt- lagður sér, og þá legðist niður þessi vandræðalega tilhögun um helmingsfrádrátt frá tekjum giftra kvenna, sem skapar þeim sérstöðu, er ekki getur samrýmzt jafnréttisöld. Þessar hugleiðingar eru settar hér fram til umhugsunar. Auðvitað má margt að þeim finna, en teljist eitthvað í þessum dúr til framfara, þá þarf að undirhúa breytingarnar vel og lengi. Sumum mundi finnast 5 ár langur timi, en öðrum 15— 20 ár hæfilegur. Um allt eru skiptar skoðanir, en efnahagslegar framfarir gera hreytingar af þessu tagi mögulegar, og almenn- ar óskir kvenna gera þær væntanlega æskilegar. Eftir á að hyggja er heldur ekki vist, að karlmönnum þyki þetta slæm umskipti. * Skyldi fólk, sem reykir, nokkurn tíma hafa áhyggjur af mengun frá verksmiðjum og farartækjum? — Y.K.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.