Eimreiðin - 01.01.1975, Page 52
EIMREIÐIN
Tengsl Arnar við Megas og áhrif frá Degi Sigurðarsyni virð-
ast Erni góður skóli. Hann má samt gæta þess að staðna ekki,
og verður að muna, að meistararnir eru til að læra af, en síðan
verður nemandinn að búa yfir eigin persónukrafti og styrk til
að vaxa frá þeim og finna sína eigin leið.
Ég hefði líklega átt að nefna það strax í byrjun, að ég harð-
neita að taka undansláttinn i upphafi bókarinnar, Forhlað, til
greina, og finnst sú afsökunarbeiðni með öllu óþörf. Bók er
aldrei annað en það sem finna má á blaðsíðum hennar, og allt
tal þar fyrir utan á upphafssiðu; um hvað ætti þar að vera;
hvað ekki og hversu merkilegt það sé; er alger óþarfi og bara
til að trufla lesandann.
En snúum okkur aftur að ljóðum Arnar. Rondo nefnist ljóð
á síðu 9.
RONDO
Þar fer séra Ólafur
Ábúðarfullur yfirvegaður
öðlingur
Höfðingi heim að sækja
Þéttholda eða öllu heldur svínfeitur
Þar fer svín um svín
frá svíni til svíns
Pabbi þekkti hann
þegar þeir voru yngri
Hann barnaði mömmu fyrir hann
Þar fer séra Ólafur
Nokkuð skemmtileg mynd. Húmorinn af dálitið sérstæðri
hlaupvídd eins og viðar í Skothljóð. Sama látalætið birtist í
Hugleiðaranum.
HU GLEIÐ ARINN
Ætli þetta ekta plast
sé unnið úr leir
52
Þessu hef ég verið að velta fyrir mér
svona fram og aftur og aftur og fram og aftur