Eimreiðin - 01.01.1975, Qupperneq 55
EIMREIÐIN
VINUR
þess vegna litum við í augu
hvors annars þar til
blóm umhverfisins
gleyptu okkur.
Annað sem lyftir bókinni Korn er furðulega sjálfstætt og ríkt
blfinningalíf hjá ekki eldri stúlku. Ljóðin eru flest í innra jafn-
Vægi. Hins vegar skortir Álfheiði tækni og þjálfun til að tengja
saman myndmálið og tilfinningarnar. Þ. e. a. s.: byggja tilfinn-
lngarnar inn í myndirnar, þannig að myndirnar standi ekki of
einangraðar innan Ijóðanna. Trúlega gæti Álfheiður lært nokk-
uð af því að lesa Ljóðaþýðingar Jóns Óskars úr frönsku, sem
Menningarsjóður gaf út 1963, eða jafnvel þýðingar Sigurðar A.
a Ijóðum Pasternaks aftast í skáldsögunni um Sívagó.
Ungum byrjendum hættir oft til að verða alltof gloppóttir
(fragmentarískir), og ef þeir ná ekki að aga þennan galla af
ser tiltölulega ungir, vill hann verða ærið lífsseigur.
Frambærilegustu ljóðin í Korni eru þau, sem hafna tillærðu
lióðmáli á la Steinn eða Snorri, og sækja yrkisefnið út fyrir
lauf og staðlaðar líkingar. Ég tek sem dæmi ljóðið Undrun:
Hinum megin gluggans
sá ég undrun mína;
tæra,
mjúka, eins og gróður á sjávarbotni,
en samt svo ókunna
að ég kunni ekki við að heilsa,
ekki að fyrra bragði.
En hún kom sjálfviljug
og tólc í hendur mér
bauð mér gott kvöld
og sagðist hafa þekkt mig
síðan ég var lítil.
færeyskt framúrstefnuskáld
Alexandur Kristiansen er tæplega þrítugur Færeyingur. Hann
yrkir á móðurmáli sinu, færeysku, og hefur gefið út ljóðabók-
lna Jomfrú við ongum bróstum, sem er ein djarfasta tilraun
sem gerð hefur verið til að skapa færeyska framúrstefnuljóð-
list. Kvæðið, Góði Guð, sem birtist hér, er úr nýrri væntanlegri
ijóðahók Alexandurs, sem liefur ekki enn hlotið nafn.
55