Eimreiðin - 01.01.1975, Blaðsíða 61
EIAAREIÐIN
að vatnið í lauginni, þetta undurtæra H20, sem speglar raf-
segulbylgjur himinhvolfsins svo fagurlega, er komið beina boð-
leið frá rotþrónni miklu í Tókýó. Drullan, vilpan og viðbjóður-
inn seytlar niður í jarðveginn, djúpt niður í gegnum eldforn
jarðlög og þrýstist upp víðs vegar í Japan. Ég hef sjálfur stjórn-
að kjarneðlisfræðilegum rannsóknum, sem hafa staðfest þessa
kenningu í hverju atriði. Ég lief einnig látið mæla heilsugildi
vatnsins eftir að hafa ferðazt gegnum jarðlögin fornu og sann-
færzt um, að jafntært vatn finnst aðeins á 10—12 öðrum stöð-
um í heiminum. Hér færðu nafnspjald mitt og heimilisfang.
þú ert velkominn að droppa inn, þegar þú ert orðinn þreyttur
a þessu djobbi. Mér verður ekki skotaskuld að koma þér í
ahrifastöðu í fyrirtæki mínu. Okkur vantar einmitt orðhaga
°g smekkvísa ræðumenn til að dobla lýðinn.“
Þannig lauk verkfræðingurinn lágvaxni ræðu sinni, og ætla
eg ekki að gera stutta ræðu langa: vinur okkar kastaði kuflin-
um, flutti aftur til Tókýó og er nú varaforstjóri Sono Ticbi
Ichi Dachi i Tachi. Hann á tvær forkunnarfagrar hjákonur,
einbýlishús, og ekki má gleyma vinyl-lauginni, lind sannleik-
ans.
(B.H. þýddi).