Eimreiðin - 01.01.1975, Page 72
EIMREIÐIN
gerði það lieldur ekkert til. En þá l)ar skugga yfir vatnið fyrir
framan hana og fugl eins og hún hafði oft séð áður settist á
stéttina fyrir enda þrónnar, þeirrar sem fjær var og sneri að
sveitinni en ekki ibúðarhúsinu.
Larry hnippti í liana og hvíslaði lágt en ákafur: „ég vissi að
það mundi gerast ég vissi að það mundi gerast ég“
„veit hvað þú ætlar að segja,“ greip hún fram i fyrir lionum.
„Hvað?“ spurði hann.
Og hún endurtók það, sem liann var að enda við að segja.
Svona var hún glöð að finna aftur lífsmark með Larry.
„Bíddu. Hreyfðu þig ekki,“ sagði hann. „Sjáum, hvað hann
gerir sjáum hvað hann gerir sjá“
„um“
„Þegiðu,“ sagði Larry. „Nú skaltu sjá.“
Mávurinn vappaði á stéttinni og skáblíndi niður í þróna.
Kraðak af seyðum var í vatnsborðinu.
„Golly gee Moses.“
Þau einblindu bæði á fuglinn, sem lyfti vængjunum letilega
og lét skella i nefi sér.
„Holly makkarony.“
Fuglinn vakkaði fram á hrúnina og teygði úr hálsinum.
Skothvellur kvað við og endurómaði margfaldlega frá skúr-
unum. Mávurinn tættist i sundur. Fiskarnir, sem leitað höfðu
botns, stigu í einum rikk upp i vatnsborðið og liurfu aftur.
Stúlkan skrækti. Gamaliel öskraði. Larry tautaði með sjálfum
sér: „Oboy, oboy.“
Múlki stóð álengdar og blés úr hlaupinu á tvihleyptri hagla-
byssu. Gamaliel fór skjálfandi inn i þróarskúrinn og dró upp i
litvarpinu til að róa taugarnar. Larri sagði: „Ég vissi, að það
mundi gerast. Bara vissi það. ESP kannski en ég vissi það.“
Hann horfði agndofa á fiðrið og blóðblettina, sem höfðu dreifzt
um þróarliakkann og vegginn liandan við.
„Þegar ég sá fuglana álengdar sveima yfir stöðinni, fann ég
])að á mér.“
„Fvrst þú vissir, að svona hræðilegt mundi skc, hvers vegna
sagðir ])ú mér það þá ekki strax?“ snökti stúlkan.
„Það var ekki hægt,“ svaraði Larry. „Aðalatriðið er, að manni
finnist það ekta.“
Hún starði á hann, hann liorfði á tætlurnar úr fuglinum, og
allt í einu virtist henni sem fyrir framan hana stæði eitthvað
allt annað en Larry, það var ekki einu sinni mennskt, og hún
varð svo hrædd, að við lá að hún hlypi út úr sjálfri sér; hana
langaði raunverulega til þess, en vissi ekki, hvernig hún átti