Eimreiðin - 01.01.1975, Síða 74
EIMREIÐIN
PORTÚGAL OG FRAMTÍÐIN
Til skamms tíma var Portúgal, útvörður Norðurálfuskaga í
vestri, reimleikabæli, þar sem draugar afturlialds og einræðis
gengu ljósum logum. Iðnvæðing, vísindi og jafnréttishugsjón
Vesturlanda höfðu ekki lagt leið sína um Portúgal. Húsbænd-
urnir, Salazar, Caetano og hjú þeirra, stjórnuðu með harðri
hendi. Svo fastheldnir voru þeir í hugmyndaheim umhrotaár-
anna á þriðja og fjórða tug aldarinnar, að helzt er að jafna
við íslenzku kreppukommana. Þeir áttu í útlátasömu nýlendu-
stríði í Blálandi, sem vonlaust var að vinna. Og Islendingar,
Belgar og Bandarikjamenn urðu að láta sér lynda að sitja hjá
sendimönnum slíkrar einræðisstjórnar á þingum Atlanzhafs-
handalagsins, -— varðhorgar lýðræðishugsjóna Veslurlanda.
Það var þeim fagnaðarefni, er hermenn steyptu þessum lierr-
um af stóli fyrir rúmlega ári. Antonio de Spínola, sem samið
hafði fræga ádeilu á störf og slefnu portúgalskra stjórnvalda,
Poríúgal og framtíðin, var kvaddur til forystu, nýlendum Portú-
gala lieitið sjálfstæði og frjálsar kosningar boðaðar. Þróunin
í Portúgal hefur síðan verið mjög athyglisverð: Þrautskipu-
lagður kommúnistaflokkur hefur látið æ meira að sér kveða,
ofbeldisseggir hafa leyst upp fundi þeirra flokka, sem ekki eru
nægilega „framsæknir“, Spínola og aðrir hægfara menn voru
hraktir frá völdum. Tök vinstrimanna voru enn hert eftir
fálmkennda uppreisnartilraun nokkurra hægrimanna, sem