Eimreiðin - 01.07.1975, Side 36
EIMREIÐIN
Greinilegast sést, hversu óskynsamleg altæk hagsmunastjórn er,
þegar litið er til þess, að slík stjórn getur ekki sett reglur um með-
ferð hagsmunamála. En ef öll stjórnmál eru hagsmunamál og efni í
hagsmunabaráttu, þá fjalla öll stjórnmál um meðferð hagsmunamála,
sem hagsmunastjórnin getur ekki fjallað um. Stjórnin getur þá ekki
stjórnað og reynir það ekki, nema svo vel vilji til, að hana skorti vit.
Eins og áður var nefnt, má líka ráða af skiptingu valds og verk-
efna milli kjörinna stjórnenda og embættismanna, að ruglað er sam-
an vilja og viti og að viljinn situr í fyrirrúmi. Hér á landi safnast
gjarnan öll völd hverrar stjórnunareiningar í hendur þess valdaaðila,
sem hafa á æðstu völd. Stjórnendur láta sér ekki nægja að senda
undirmanni eða lægri stjórnunaraðila mál til úrskurðar og fylgjast
síðan með, hvernig um ákvörðunina tekst til, heldur eru þeir virkir
þátttakendur í öllum ákvörðunum, sem undir valdsvið þeirra heyra.
Þetta veldur því, að æðstu stjórnendur hafa engan tíma til að sinna
neinu nema smáatriðum, og ákvarðanir um smáatriði ráða stefnu ein-
ingarinnar í heild.
Valdaskipting stjórnvalda dregur dám af þessu. Þar sem kjörin
stjórnvöld fara með æðstu völd, leiðast þau til að fara með öll völd.
íslensk hefð í lagasetningu er til marks um' þetta. Lögum er ætlað að
vera svo ítarleg, að þau skeri af fyllstu nákvæmni úr öllum málum,
sem undir þau falla. Ef þingið telur sér ekki fært að setja reglur um
ítrustu smáatriði, þá er því með lögum beint til lægri yfirvalda, að
þau setji reglugerð á grunni laganna. Það virðist vaka fyrir mönnum
að reyna að sundurgreina og flokka allar mannlegar athafnir og setja
um þær reglur svo nákvæmar, að unnt sé að beita þeim vélrænt. Við
þessa skipan verður ekkert frumkvæði hjá öðrum en æðstu stjórn-
völdum. Embættismönnum er ætlað það eitt meginhlutverk að sjá
um vélræna framkvæmd. Þeim er ekki falin sjálfstæð ábyrgð á öðru
en embættisfærslum. Jafnframt eru gjarnan settir pólitískir kommis-
sarar yfir sérhvern meiri háttar embættisaðila, og enn eykur það á
vanmátt embættismanna gagnvart kjörnum stjórnendum, að embættis-
mannakerfið hefur vaxið óviljandi án tillits til hagkvæmni í verka-
skiptingu og samvinnu embættisaðila. Saga þeirra opinberra stofn-
ana, sem ætlað er að fjalla um efnahagsmál, ber glöggt vitni um þessi
einkenni öll.
Afleiðingar þessarar skipanar eru hraksmánarlegar. Alþingismenn
og ríkisstjórn fitla við tæknileg smáatriði, sem þeir hafa ekkert vit á,
en embættismenn sitja auðum höndum eða eyða orku sinni í að yfir-
212