Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1975, Qupperneq 36

Eimreiðin - 01.07.1975, Qupperneq 36
EIMREIÐIN Greinilegast sést, hversu óskynsamleg altæk hagsmunastjórn er, þegar litið er til þess, að slík stjórn getur ekki sett reglur um með- ferð hagsmunamála. En ef öll stjórnmál eru hagsmunamál og efni í hagsmunabaráttu, þá fjalla öll stjórnmál um meðferð hagsmunamála, sem hagsmunastjórnin getur ekki fjallað um. Stjórnin getur þá ekki stjórnað og reynir það ekki, nema svo vel vilji til, að hana skorti vit. Eins og áður var nefnt, má líka ráða af skiptingu valds og verk- efna milli kjörinna stjórnenda og embættismanna, að ruglað er sam- an vilja og viti og að viljinn situr í fyrirrúmi. Hér á landi safnast gjarnan öll völd hverrar stjórnunareiningar í hendur þess valdaaðila, sem hafa á æðstu völd. Stjórnendur láta sér ekki nægja að senda undirmanni eða lægri stjórnunaraðila mál til úrskurðar og fylgjast síðan með, hvernig um ákvörðunina tekst til, heldur eru þeir virkir þátttakendur í öllum ákvörðunum, sem undir valdsvið þeirra heyra. Þetta veldur því, að æðstu stjórnendur hafa engan tíma til að sinna neinu nema smáatriðum, og ákvarðanir um smáatriði ráða stefnu ein- ingarinnar í heild. Valdaskipting stjórnvalda dregur dám af þessu. Þar sem kjörin stjórnvöld fara með æðstu völd, leiðast þau til að fara með öll völd. íslensk hefð í lagasetningu er til marks um' þetta. Lögum er ætlað að vera svo ítarleg, að þau skeri af fyllstu nákvæmni úr öllum málum, sem undir þau falla. Ef þingið telur sér ekki fært að setja reglur um ítrustu smáatriði, þá er því með lögum beint til lægri yfirvalda, að þau setji reglugerð á grunni laganna. Það virðist vaka fyrir mönnum að reyna að sundurgreina og flokka allar mannlegar athafnir og setja um þær reglur svo nákvæmar, að unnt sé að beita þeim vélrænt. Við þessa skipan verður ekkert frumkvæði hjá öðrum en æðstu stjórn- völdum. Embættismönnum er ætlað það eitt meginhlutverk að sjá um vélræna framkvæmd. Þeim er ekki falin sjálfstæð ábyrgð á öðru en embættisfærslum. Jafnframt eru gjarnan settir pólitískir kommis- sarar yfir sérhvern meiri háttar embættisaðila, og enn eykur það á vanmátt embættismanna gagnvart kjörnum stjórnendum, að embættis- mannakerfið hefur vaxið óviljandi án tillits til hagkvæmni í verka- skiptingu og samvinnu embættisaðila. Saga þeirra opinberra stofn- ana, sem ætlað er að fjalla um efnahagsmál, ber glöggt vitni um þessi einkenni öll. Afleiðingar þessarar skipanar eru hraksmánarlegar. Alþingismenn og ríkisstjórn fitla við tæknileg smáatriði, sem þeir hafa ekkert vit á, en embættismenn sitja auðum höndum eða eyða orku sinni í að yfir- 212
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.