Iðunn - 01.12.1884, Page 5

Iðunn - 01.12.1884, Page 5
Skólalíf á miðöldunura. 275 um stað til annars til þess að leita sjer fæðis og húsnæðis. |>ó rjeð það engan veginn úrslitum um skólastað. Pæri mikið orð af kennara, barst það fljótt til annara landa, og varð hann því að hafa aðsetur á einhverjum þjóðkunnum stað og þar sem var auðsótt að hvaðanæfa; því er á skömmum tíma orðið nóg um kennara í öllum helztu borgum í vest- anverðri álfunni. Landstjórnendur og borgarar sáu sjer annars veg- ar góðan hag að þessum skólum og leituðu eptir á margan veg, að þeir tækju sjer stöðuga bólfestu. Voru skóluuum í því skyni veitt mikil forrjettindi og lilunnindi; þau voru upphaflega ætluð kennurunum sjálfum, en loks námsmönnum líka, og sumstaðar voru þau jafnvel látin ná til þjóna námsmanna. þessi forrjettindi jukust svo og margfölduðust, að á 13. öld var í þeim fólgin undanþága frá alls konar sköttum, frá varðhaldi og fjárnámi, og sömuleiðis undanþágu frá almennu varnarþingi, jafnvel í saka- málum ; enginn hafði rjett til að lýsa banni yfir há- skóla nema með sjer stöku leyfi frá páfanum, og árið 1158 gaf Friðrik keisari hinn fyrsti út brjef þess efn- is, að námsmenn mættu ferðast leyfislaust um ríki sitt, og lagði bann fyrir að taka þá fasta fyrir skuldir eða glæpi á leið þoirra úr skóla eða í. Jafnvel á dögum Karls V. þóttu þessi forrjettindi svo mikils- verð, að þau voru sett í mikilvæga sanminga ríkja á milli. í friðarsamningnum í Madrid (1526) hljóð- aði ein greinin um það, hvað miklar skaðabætur há- skólinn í Burgos ætti að fá fyrir tjón það, er hann hafði hlotið af ófriðnum, og í annari grein skuldbind- ur Frakkakonungur sig til að skila aptur lausnar- i8*

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.