Iðunn - 01.12.1884, Blaðsíða 6

Iðunn - 01.12.1884, Blaðsíða 6
276 Skólalíf ú miðöldunum. gjaldi því, er þýzkur höfðingi einn hafði orðið að greiða fyrir sonu sína, er stunduðu nám við háskól- ann í París, en höfðu verið teknir fastir í upphafi ó- friðarins, þvert á móti einkarjettindum þeirra. |>að var eigi fyr en löngu eptir siðabótina, að þessi forrjéttindi voru afnumin ; forrjettindi Parísar- háskólans t. d. voru í fullu gildi þangað til 1592, að borgarstjórinn var í fyrsta sinn undan þeginn að vinna þann eið, er heimtaður hafði verið af fyrir- rennurum hans í hálfa fjórðu öld: »að hafa í heiðri og vernda af öllum mætti forrjettindi hinna lærðu bræðra«. A Englandi voru einkarjettindin enn yfir- gripsmeiri; þau voru nefnd »hlunnindi hinnar and- legu stjettar« og voru um langan aldur hinn versti þröskuldur fyrir allri löggæzlu; því þau voru svo löguð, að fyrir þau gat hver sá, sem var bænabókar- fær, framið að minnsta kosti einn stóran glæp að ósekju. það hefði auðvitað ekki verið gaman aðhafa stjórn og reglu á þessum mikla sæg af námsmönnum, sém skiptu tugum þvisunda, þó að vel hefði verið í garð- inn búið ; en það var öðru nær. Háskólarnir voru um langan aldur lítið annað en iðnaðarfjelög, er voru mestmegnis til þess gerð að bægja öðrum út í frá frá arðsömum embættum, og lærdómsnafnbætur voru nokkurs konar vottorð um, að þeir sem höfðu feng- ið þær, hefðu rjett til að reka þess konar atvinnu. |>að bar mest á rektor og öðrum embættismönnum háskólans fyrir það helzt, að þeir höfðu forustuna á hendi, er verjast skyldi árásum á hin gegndarlausu forrjettindi fjelagsins; að öðru leyti höfðu þeir eigi mikið að segja, enda varþar lítið um lögbundna stjórnarskipun.

x

Iðunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.