Iðunn - 01.12.1884, Page 7
Skólalíf á miðöldumim. 277
Sjaldan var mikið um gott samkomulag meðal há-
skóladeildanna sín á milli, og utan endimarka
kennslusalanna hagaði hver sjer hjer um bil eins
og honum sýndist, bæði kennarar og lærisveinar. |>að
var og eigi við öðru að búast; það var lítið um húsa-
kynni, er voru sjerstaklega til þess ætluð að halda
þar fyrirlestra, og þau fáu, sem til voru, voru ætl-
uð fátækum stúdentum eingöngu. því var það al-
gengast, að kennslan fór fram í herbergjum, sem
kennarinn hafði leigt sjer til þess sjálfur, og var
það fyrirkoinulag miður hentugt til að draga saman
og efla vald kennaranna. Herbergi þessi lágu og
opt á versta stað í borginni, og að vitni de Vitry
kardínála var sumstaðar skóli uppi á lopti í sama
húsinu, þar sem vændiskonur höfðu sína bækistöðu
niðri.
Líferni stúdenta var og engin sjerleg fyrirmynd.
það var almennur siður, að margir lögðu saman og
gerðu með sjer löguneyti, tóku yfir sig stjórnarmann
eða formann, og var það optast einhver stiident,
sem var kominn lengra áleiðis í námi sínu en hinir.
J>eir höfðu til skiptis það hlutverk, einn í senn, að
útvega vistir og matreiða; á meðan voru hinir að
lesa með liandleiðslu formannsins. þ>etta, að hinir
ungu mönn, sem þar á ofan höfðu sjer til varnar
stórkostleg einkarjettindi, voru látnir ganga þannig
alveg sjálfala, var mikið hættuspil; en þar á ofan
bættist ýmislegt annað, er að því studdi að gera þá
ósiðuga og slarkfengna.
Fyrst og fremst voru æðimargir ekki námsmenn
að öðru en nafninu einu, heldur í raun og veru flakk-
arar, sem höfðu stúdentabúninginn fyrir skálkaskjól
til þess að smeygja sjer undan ábyrgð fyrir mis-