Iðunn - 01.12.1884, Síða 8

Iðunn - 01.12.1884, Síða 8
278 Skólalíf á miðöldunum. verknað sinn; væru þcir dregnir fyrir veraldlegan dóm, skutu þeir sjer undir dóm andlegrar stjettar manna, af því þeir væru stúdentar, en þegar þar kom, synjuðu þeir fyrir það. Stundum var þriðjung- ur þeirra, er áttu að keita stúdentar við einhvern háskóla, ekki annað en þannig vaxnir þorparar. I öðru lagi voru kennararnir opt og tíðum harla ljoleg fyrirmynd; ýmsir hinir frægustu lærimeistarar á miðöldunum höfðu á sjer mjög laklegt mannorð. Politian, kennari hinna frægu Medicis-höfðingja, og sem Flórenzborgarmenn mikluðust mjög af, var ein- hver hinn mesti lærdómsmaður á sinni tíð, en jafn- framt hinn versti slarkari. Eptirmaður hans, Crini- tus, var og hálærður maður, en enn þá ósiðugri; hann hlaut þann dauðdaga, að hann var í svalli með lærisveinum sínum og var rotaður þar af einum þeirra í ölæði. Annar af þessum hálærðu og mikilsmetnu mönnum, Bartholmæus Socinus, var alræmdur spila- maður. Enn er einn nefndur, er Eóbanus hjet og var hinn mesti afreksmaður við drykk; hann skor- aði einu sinni á annan frægan drykkjurút til kapp- drykkju við sig og gekk af honum dauðum. það var svo algengt ámiðöldunum, að kennifeður væri hneigð- ir til ofdrykkju, að þar sem nú er sagt, að maður sje svínfullur, þá var í þá daga komizt svo að orði: »Hann er fullur eins og guðfræðingur«. þetta er engan vegin orðum aukið. Ef vjer eigum að taka það trúanlegt, sem þeir segja sjálfir frá, t. d. í brjef- um sóm þoim Poggio Bracaliano og Philelphus fóru á milli, eða þeim Abailard og Foulkes, eða því sem stendur í æfisögu Cardans eptir sjálfan hann (hann var frægur læknir og tölvitringur á 16. öld), og taka

x

Iðunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.