Iðunn - 01.12.1884, Page 12
282 Skólalif á miðöldunum.
áhyggj u og skapraun, og hún varð að lægja sig til
muna áður en háskólinn fengist til að gleyma þess-
arí ávirðingu.
Að ekki var gaman fyrir einstaka menn að ganga
á hluta hins lærða stórmennis, það vottar dæmi
greifans af Savoisy. Haun var einn af vildarmönn-
um Karls konungs sjötta og mátti sín mjög mikilg.
Einhverjir skjólstæðingar hans höfðu komizt í rysk-
ingar við nokkra stúdenta, í hátíðlegri prósessíu.
Stúdentarnir höfðu upptökin. þjónustumenn greif-
ans eltu þá á flótta inn í kirkju og börðu þá þar.
Svo voldugan sem greifinn átti að, þar sem var kon-
ungur sjálfur, varð hann fyrir stórútlátum fyrir
þessar sakir, og varð að þola það bótalaust, að hiis
hans í borginni, veglegt skrauthýsi, var rifið að
grundvolli.
þett var þungur kostur. þó urðu þeir hálfu ver úti,
borgarstjórarnir í París, ef þeim varð einhvern tíma
á að fara méð skólagengna þorpara eins og önnur
illmenni og bófa, ef þeir höfðu framið eitthvert sví-
virðilegt ódæði. Árið 1309 var stúdent höndlaður,
dæmdur og af lífi tekinn fyrir manndráp, eins og það
hefði verið óbrotinn, óskólagenginn skálkur. Borg-
arstjórinn, er hafði látið rjettvísina ráða og eigi kunn-
að að gera mun á lærðum mönnum og dónum, hann
fjekk að kenna á einfeldni sinni. Allri vísinda-iðju
var hætt þegar í stað, og öllum kennilýð borgarinuar
stefnt saman í Bartolómeus-kirkju. jpeir flykktust
þangað allir; dómprófastar, prestar og kanúkar lögðu
lag við háskólalýðinn og gengu í feykilegri prósessíu
þangað sem borgarstjórinn átti heima, með ótoljandi
krossa á lopti og merki í fylkingarbroddi. þeir
skutu hring um húsið og tóku til að æpa í sífellu :