Iðunn - 01.12.1884, Qupperneq 14

Iðunn - 01.12.1884, Qupperneq 14
284 Skólalíf á mióöldunum. fotta ásigkomulag hjelzt lengi frameptir. Til dæmis er þess getið í dagbók embættismanns eins í Valence frá árinu 1560, að hann minnist eigi þess að svo hafi liðið nokkur nótt samfleytt átta ár undanfar- in, að stúdentar þar í borginni hefi eigi framið ein- hverja óhæfu. »Hver sá sem var úti staddur eptir að dimmt var orðið« segir hann, »mátti búast við að vera rændur og lúbarinn, og þakka fyrir, ef hann hjelt lífi«. þar á ofan bar það við þrátt og einatt, að hús voru brotin upp á náttarþeli í útjöðrum bæjarins og stundum jafnvel í miðjum bænum, og alls konar óhæfa höfð í frammi við þá sem fyrir voru. þetta og því um líkt átti sjer stað nærri því í hverjum bæ, þar sem var lærður skóli eða háskóli, og það var miklu fremur vegna stúdenta heldur en af hræðslu við óbrotna þjófa og ræningja, að fyrirskipað var, að hætta skyldi sjónarleikjum stundu eptir nón á vetrum. 1 annan stað var sitt hvað það, er stridentar höfðu sjer til skemmtunar, ærið grátt gaman á stundum og rustalegt. það var eitt, að þeir fylltu fjöður3tafi með ónota-fjenaði og höfðu á sjer, er þeir fóru í kirkju, ogbljesu þessu út yfir söfnuðinn. Annar leikurinn var sá, að krækja kirkjufólkið saman með önglum, er það lá á bæn. þegar út úr kirkjunni kom, var mesta mildi, ef það beinbrotnaði ekki af byltum ; stúdentar höfðu makað feiti á helluna fram undan kirkjudyrunum. þeir límdu skrípamyndir á kufla munka. Mest gaman höfðu þeir þó af að fara illa með næturverði með ýmsu móti: búa þá út sem afkára- legast, ef þeir hittu þá sofandi, eða binda þá í skop- legar stellingar ; og gabba þá með öllu móti, ef þeir voru vakandi. Stundum tóku þeir sakamann af

x

Iðunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.