Iðunn - 01.12.1884, Qupperneq 19
289
Skólalíf á miðöldunum.
vandamönnum þeirra var minnst um gefið, stunduðu
t. a. m. bókvísi í stað lögfræði, eða sökktu sjer niður
í guðfræði, í stað þess að gefa sig allan við Avicenna
og Galenus. Svo fór meðal annara fyrir Petrarca;
faðir hanns brenndi fyrir honum ljóðmæli hans og
ljet hann flytja sig frá einum háskóla til annars, í
þeirri von, að Ijóðagjörðar-ástríðan færi þá heldur iir
honum. Hann var hlýðinn sonur föður sínum og
gerði sjer allt far um að yfirbuga tilhneigingar sín-
ar; hann lærði meðal annars corpus juris (lögbók
Jústiníans) utanbókar, í þeirri von að komast þá
rækilega niður í alla leyndardóma lögspekinnar; en
það varð allt árangurslaust; hann var skáld og átti
að verða skáld og ekkert annað. Svipuðu mótlæti
varð Baccacio fyrir; faðir hans ætlaði fyrst að gera
úr honum kaupmann og síðan lagamann, en hvorugt
vildi lánast. Bn enginn tók þó annað eins út og hinn
nafnkenndi fræðimaður Tómas Aquinas, fyrir það,
að hann var svo hneigður fyrir hugsunarfræði og
guðfræði. það var vandamönnum hans þvert um
geð. Atti fyrst að fá hann"ofan af því með góðu;
en er það dugði eigi, var liann lokaður inni í tvö ár
og ýmist beitt ávítum, svipuhöggum eða vatni og
brauði til þess að honum suerist hugur; loks var
hann látinn vera saman við unga stúllcu og fi’íða,
er átti að gera sjer far um að vokja ást hans
á sjer; en hann stóðst það lævísa bragð jafn-öruggt
eins og hrakninginn áður. þá þóttist móðir hans
sjá loksins, að ekki mundi til góðs, að gera kenndi í
brjósti um hann og stillti svo til, að honum veittist
færi á að strjúka og koma fram vilja sínum. Tigin
úngmenni áttu þar að auki aðrar verri þrautir yfir
Iðunn. I.
• 9