Iðunn - 01.12.1884, Side 25

Iðunn - 01.12.1884, Side 25
Skólalif á miðöldunum. 295 öllum húsmæðrum. J>að bar opt við, að hann kom alklyfjaður heim að kvöldi. Eiuu sinni bauðs efna- maður einn, er Platter hitti á beiningafiakki sínu, til að taka hann sjer í sonar stað. En því var ekki nærri komandi við frænda hans, og Tómas litli var svo vanur orðinn undir okið hjá þeirri landeyðu, að hann þorði ekki að þiggja boðið að honum forn- spurðum. En jafnan átti hann athvarf hjá þessum rnanni og fór aldrei tómhentur af heimili hans, seg- ir hann. A vetrum áttu skotsveinar sjer náttból á gólfinu í skólastofunni, en brautingjar í smáklefum, er skól- anum fylg'du og skiptu hundruðum. En á sumrum höfðust smásveinarnir við úti á kirkjugarði á nótt- inni: hreiðruðu þar um sig í heyi. Kæmi skúr á þá þar, flýðu þeir inn í skólann, ogþegar gengu þrum- ur og eldingar, sungu þeir sálma alla nóttina, en fyrir það fengu þeir optast einhverja aukagetu í ölmusugjöfum frá bæjarmönnum. Hvað námið snert- ir, þá varð smásveinunum þar lítið ágengt, og Tómasi alls ekkert, og enginn skipti_ sjer neitt um siðferði þeirra. Hinir eldri námsmenn voru ekki út af eins vanræktir. það voru níu kennarar, sem veittu þeim tilsögn, allir á sama tíma og í sama herberginu, hjer um bil á þessa leið: kennarinn las fyrst fyrir lex- íuna, kafla úr einhverjnm latínskum rithöfundi, og lærisveinarnir skrifuðu það upp, þýddu það og út- skýrðu. Nokkrir guðhræddir menn höfðu tekið sig saman um að koma upp gistingaskála handa fátæk- um námsmönnum eingöngu, og þar var Tómas með köflum meðan hann dvaldist 1 Breslau ; en svo var vistin þar, að honum þótti betra að liggja á gólfinu heldur en í rúmunum.

x

Iðunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.