Iðunn - 01.12.1884, Síða 27

Iðunn - 01.12.1884, Síða 27
Skólalíf á miðöldunum. 297 bætir hann við, »var jeg ekki orðinn almennilega læs einu sinni«. Að fám dögum liðnum lögðu þeir fjelagar aptur af stað, og hjeldu nú til Úlm. jpeir höfðu með sjer dálítinn dreng, er hjet Hildebrand Klabbermather. Vandamenn drengs ’pessa gáfu honum að skilnaði efni í kufl, og ímynduðu sjer, að honum mundi brátt takast að sníkja sjer út sem svaraði saumalaunun- um. ijjpað lánaðist okkur líka«, segir Platter; »af van- anum var jeg orðin allra manna færastur í þeirri list að sníkja. Jeg sá á augabragði, hvernig húsbóndi eða húsfreyja mundu vera skapi fariu, þar sem jeg kom; jeg vissi, hvenær jeg átti að skæla, og hvenær jeg átti að hlæja, hvar jeg átti að syngja og hvar jeg átti að vera framur ; jeg sá strax á því, hvernig þau opnuðu munninn, hvað jeg mundi fá — hvort heldur barsmíðar, peniuga eða matleifar«. þeir fóru sjer samt hægt að láta sauma kufiiun; þaö hefði verið sama sem að skera fyrir sjer bjargargrip, og svo grunnhyggnir voru þeir ekki, þó þeir væri fá- tækir. Eins og vant var varð Tómas litli að fá Páli í hendur allt sem honum áskotnaðist, og hann þorði ekki að snerta nokkurn bita nema með hans leyfi. þar á móti át Hildibrandur nærri allt jafnóðum, sem hann náði í; hanu var einstök hít. það vakti grun brautingja, hvað lítið hann viðaði 'að. þeir sátu því um hann og fengu staðið hann að glæp einu sinni. það kvöld áttu þeir málstefnu með sjer allir, braut- ingjar og skotsveinar, ræddu þar brot Hildibrands með mikilli alvörugefni, kváðu síðan upp dóminn og fullnægðu honum samstundis. Brautingjar lögðu sökudólginn upp í rúm, stungu fati í munn honum,

x

Iðunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.