Iðunn - 01.12.1884, Qupperneq 29
Skólalff á miðöldunum. 299
»Hvað um hann varð á ondanum, veit jeg okki«, segir
Platter; »en það veit jeg, að það varð aldrei kápa úr
því klæðinu«.
þeir fóru aptur heim til St. Gallen snöggva ferð
og hjeldu síðan aptur til Múnchen. þegar þar kom,
settust brautingjar þegar að í veitingahúsi, en ljetu
skotsveina eiga sig. jpeir fengu hvergi húsaskjól og
lögðust á kornpoka, er þeir sáu á torginu. Konur
nokkrar, er fram hjá gengu, aumkuðust yfir þá, og gáfu
þeim kvöl'dverð og næturgisting. Bin þeirra, sem
var ekkja, vildi halda Platter hjá sjer, og hann hafð-
ist við hjá'henni nokkrar vikur. En brautingi hans
mátti eigi án hans vera og leitaði hann uppi, reið-
ur mjög. Platter varð lafhræddur, en ekkjan
kenndi honum það ráð, að gera sjer upp veiki, og
það bjargaði honum í það sinn. En þegar hann
hvarf aptur til skólans, hjet Páll honum afarkostum,
ef hann tæki upp á þéss háttar aptur. Tómas vissi
ofurvel, að brautingjar voru vanir að efna þess
konar loforð, og hugsaði sjer því að strjúka. Hann
fór aptur heim til ekkjunnar og dvaldist þar nokkra
daga. Næsta sunnudag var hann snemma á fótum
og ljezt ætla að bregða sjer í skólann til að þvo
skyrtuna sína, en flýtti sjer f þess stað burt úr bæn-
um. Hann þorði ekki að snúa heim til Sviss apt-
ur, með því að hann þóttist vita, að Páll mundi
leita sín í þá átt. |Hann hljóp því í gagnstæða átt
og yfir ána Isar. þegar hann var kominn góðan
spöl frá bænum, settist liann síðau og grjet beysk-
lega.
Moðan hann sat þar grátandi, og vissi eigi hvað
hann átti af sjer að gera, bar þar að bónda í vagni
og fekk liann að aka með honum góðan spöl, en