Iðunn - 01.12.1884, Page 30

Iðunn - 01.12.1884, Page 30
300 Slsólalíf á miðöldunum. gekk það sem eptir var til Salzborgar. Hjela var á jörðu, en strokumaður slcólaus og húfulaus ; treyj- an langt of stutt og gatslitin, og var því lítið skjól að henni. þess konar þrautir var hann þó vanur við og hjelt öruggur leiðar sinnar. Hann ætlaði að sníkja sjer út far ókeypis niður eptir ánni frá Salzborg til Yínar, en það tókst ekki. En ekki þorði hann að snúa aptur rakleiðis til Miin- chen, og hjelt til Preissing ; þar var skóli. Eptir ir nokkra dvöl þar var honum sagt, að »stóri brautingiun« frá Munchen væri að leita hans, með atgeir í hendi. Hann flýði þegar í dauð- ans ofboði og hjelt til Úlm, hitti þar ekkjuna, er hafði miskunnað sig yfir hann áður, og var þar vel tekið; hún skaut skjólshúsi yfir hann heilt skólaár. þá komst frændi hans á snoðir um, hvar hann var niður kominn og fór þegar að leita hann uppi. það var eitt kvöld, að Platter frjetti til ferða frænda síns, að hann mundi kominn til bæjarins, og beið hann þá eigi boðanna og flýði sem fætur toguðu á- leiðis til Iíonstanz. »Honum var töluverður tekju- missir að mjer«, segir Platter ; »jeg hafði haft ofan af fyrir honum að miklu leyti 1 mörg ár, og því var honum ekki láandi, þó hann sækti fast eptirróður- inn«. En þeir hittust aldrei eptir þetta, og vita menn ekki, hvað um Pál varð á endanum. Máske hann hafi lagazt dálítið og orðið prestur, eins og svo inargir aðrir slarkarar, sem Platter getur um, er komust á hempu, þótt þeir hefðu eldcert til þess að bera ; eða þá að hann hefir verið brautingi alla æfi og útvegað sjer allt af nýja áburðarklára koll af kolli til að þræla út á flakki sínu háskóla frá háskóla. þegar Platter kom yfir um brúna hjá Konstauz

x

Iðunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.