Iðunn - 01.12.1884, Qupperneq 37
307
Moses Mendelsohn og
Friðrik mikli.
[Úr grein um llicliard Wagner í „Temple Bar Magazine11].
'Y^f’riðrik Prússakonungr II, er kallaðr hefir verið
•jCr' Priðrik mikli, hafði miklar mætr á að bjóða til
kvöldverðar með sér gáfuðum rithöfundum, lista-
mönnum og söngmönnum; við slík tækifæri þoldi hann
vel berorða fyndni og gjörði hann sitt til að koma
galsa í gesti sína. Friðrik var í þessu ólíkr Karli
keisara 5., sem titlaði tónlistarmennina ýmsum
óvirðulegum auknefnum, eins og sjá má merki til,
þótt ekki væri af öðru en því, að hann byrjaði
þannig eina tilskipun sína: oþegar línudansarar,
dýrasýnarar, tónlistarmenn og annar skríll leggr
leið sína um borgina« o. s. frv. — Friðrik annar
iðkaði sjálfr bæði tónlist og vísindi, og hafði
hann mestu mætr á inum fyndna kryppling,
heimspekingnum Moses Mendelsohn1 og lét hann
1) Hann var afi ins nafnfræga tónskálds Mendelsolm
-Bartoldy. Hann var gyðingr fæddr í Dessau 1729 ;
varð heimiliskennari 1750, en 1754 varð hann hólchald-
ari hjá auAugum vorksmiAju-oiganda í Borlín, Bernard,
sem líka var gyAingr. Síðar varA liann moAoigandi að
verksmiðjum húsbónda síns. Hann var vinr Lessings
L
20*