Iðunn - 01.12.1884, Blaðsíða 38
308 Moses Mendelsohn og Friðrik mikli.
einatt sitja við hlið sér við borðið. Einu sinni
við slíkt tækifæri bar svo til, að sendiberra einhvers
smáríkis á |>ýzkalandi ætlaði að reyna fyndni sína
á Mendelsohn og gjöra hann hlægilegan, en Men-
delsohn varð ekki orðfall, en svaraði fyndið, svo að
sendiherrann varð að athlægi. Sendiherrann reidd-
ist, og bar sig upp undan því við Eriðrik, að Mendel-
sohn skyldi vera boðinn með slíkum höfðingjum, sem
hann væri auðsjáanlega of lítilfjörlegr til að hafa
samneyti við. Konungr svaraði stutt: »Merldelsohn
er gestr minn engu síðr en þér, og ef þér ætlið að
fara að slá yðr til riddara á honum í orðakasti, þá
verðið þér líka að gjöra yðr að góðu afleiðingarnar,
ef hann er fyndnari en þér«.
»Já, en af öllu má of mikið gjöra, yðar hátign«,
svaraði sendiherrann ; »Mendelsohn kann sér ekk-
ert hóf, og ég er viss um, að hann hikaði ekki við
að meiðyrða yðar hátign, ef honum fyndist yðar há-
tign hafa stygt sig«.
»En mér dettr aldrei í hug að styggja hann«,
svaraði konungr, »en þó svo færi, er ég viss um, að
hann mundi aldrei meiða mig«.
»Eigum við að veðja um það ?«
»Já, það skal ég veðja um«.
»Jæja«, svaraði sendiherrann ; »ef yðar hátign vill
gjöra það, sem óg bið um, þá skal óg vinna það
veðmál«.
»Hvað viljið þór að ég gjöri ?«
»Vill yðar hátign næsta sinn, sem við verðum
boðnir til kvöldverðar, skrifa á miða : vMendelsohn
og annara fraigra manna. Af rituin lians er hvað nafn-
kunnast „Phadon, eðr um ódauðleik súlarinnar“, Pýð.