Iðunn - 01.12.1884, Blaðsíða 39

Iðunn - 01.12.1884, Blaðsíða 39
309 Moses Méndelsohn og Friðrik mikli. ist ein EseU (»Mendelsohn er [einn] asni«), og setja nafn yðar fullum stöfum undir, og láta svo leggja seðilinn a disk Mendelsohns ?« »Nei, það gjöri ég ekki; það væri að abbast upp á hann að raunarlausu«. »Jú, en þetta er ekki gjört til annars, en að sjá, hvað honum yrði við—vita, hvort hann er svo hvatráðr, eins og sagt er—, en einkurn að vita, hverju hann svarar yðar hátign«. »Jæja, ég skal gjöra eins og þér biðjið í þetta eina skifti; en það áskil ég mér, að mega segja Mendelsohn á eftir, hvérnig á stóð, og að mér haíi ekki dottið í hug að vilja meiða hann«. »Jú; en orðin vMendelsohn ist ein Esel» verðr yðar hátign að undirskrifa með éiginni hendi, svo að honum geti enginn efi leikið á, hvaðan seðillinn sé«. Konungr hikaði við, en lofaði þó loks að gjöra þetta ; því að honum var forvitni á að sjá, hvernig þétta færi. Tiltekið kvöld var svo borið á borð fyrir tólf; seðillinn var lagðr, á disk Mendelsohns, og því var skotið að sumum af gestunum, hvað til stæði. Seðillinn var þannig útlítandi: »Mendelsohn ist ein Esel. Friederich 11«. Svo settust menn til borðs. Mendelsohn var æði- nærsýnn; hann sá, að seðill lá á diski sínum, og tók hann upp, hélt honum nærri því upp við nef sér og las liann, og var auðsætt að honum hnykti við. »Hvað gengr á?« sagði konungr; »ég vona þó að yðr haíi ekki borizt nein sorgar-frogn«. »0-nei!« svaraði Mendelsohn; »það er ekki neitt«.

x

Iðunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn
https://timarit.is/publication/441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.