Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1913, Síða 18

Ægir - 01.01.1913, Síða 18
16 ÆGIR gæslurmar’ og talau sökum þess, aö smákaup- mennirnir selja síldina i stykkja tali en ekki eítir vigt. Auk síldarinnar fjekk jeg að skoöa ýmsar aörar vörutegundir — í geymsluhúsum íiski- kaupmanna. Vil jeg hjer aðeins minnast fáum oröum á tvent, sem sjerstaklega vakti athygli mína, af því, jeg hygg vandalítið fyrir okkur Islendinga, aö útbúa þaö á likan hátt og par cr gert. Pað er söltuð og reykt lúða og bein- laus þorskur. Lúöuna er farið meö á þann hátt, aö flökin eru tekin af lienni nýrri, í heilu lagi, frá sporði og fram að haus, þunnildisbein og kviður fylgir meö, en eklci rafaheltin. Eru þau þvegin vel upp og söltuð úr hreinu salti í stafla; þegar þau hafa leg'ið svo lengi í saltinu aö þau taka ekki á móti meira salti, eru þau tekin’upp og reykt. Aö því loknu er búið um þau i vönduöum trjekössum, sem taka 50 pd. ensk. Verö á þannig útbúinni lúðu var í Febr- úarmánuði þ. á. 1910 17 cent pundið til smá- kaupmanna. Beinlausi þorskurinn er útbúinn á þann veg aö fyrst er hann saltaður á venjulegan hátt og látin liggja í salti þangaö til hann er fullsalt- aöur. Er hann svo tekinn og skoriö af hon- um þunnildi, sporður og bein og roöið rifiö af honum, svo ekki er annað eftir en miöpartur- inn. Eru svo þessi miðstykki — annaö livort látin i vandaða trjekassa litla og á innihaldið í þeim aö vega 50 pd. og eiga ekki að vera fleiri en 10 stk. aö tölu í þeim — 5 pd. aö meðaltali hver biti. — Eða fiskurinn er skor- inn í 1. pd. bita, þeir látnir í lítla pappastokka — 1 pd. í hvern — pappír vafinn um hvern stokk og þeim svo raðað i vandaða trjekassa, sem taka 50 1. pd bita. Verðið á þessum fiski var í byrjun Febrúar 11 cent pundið, til smá- kaupmann og ll/a cent minna sá sem ekki var látinn i pappastokkana. Pessi beinlausi fiskur og lúða er aðallega send til Cicago frá fiski- bæjunum Boston og Glossester og er þar úlbú- inn á þann hátt, sem að framan segir, en ekki gat eg fengið neinar upplýsingar í Cicago um það, hvaða verð væri á honum þar, eða hvað gert væri við úrganginn, þunnildi ugga o. s. frv. Jeg hugði þvi að fara til Boston og kynnast þar íiskiveiðum Ameríkumanna litilsháttar ef kostur væri m. m. 3. Febrúar lagði jeg af stað frá Cicago til *Tollurinn á saltnðri sild i Bandnrikjunum er */J cent n pundið. Nev-York og kom þangað þann 4. Dvaldi jeg i 2 daga i New-York og hjelt svo til Boston og koin þangað þann 7. Fehrúar. Begar jeg kom til Boston stóð svo illa á skipa- ferðum, að jeg hafði 1 dag til umráða, að öðr- um kosti þurfti jeg að biða á aðra viku. En af því jeg hafði ekki farareyri til þess að biða svo lengi, rjeðist jeg í að halda heimleiðis daginn eftir, þó lítið væri aðhafst í Boston. Þar fjekk jeg þvi aðeins að vita um lieimilisfang nokkurra stórkaupmanna, hjá ræðismanninum danska og 8. Febrúar lagði jeg af stað áleiðis til Evrópu og kom til Liwerpool á Englandi snemma morguns þann 17. Hjelt jeg svo á- fram til Leith og kom þangað samdægurs. í Leith varð jeg að bíða í víku eftir skips- ferð Iieim til Islands og notaði jeg þann tíma til þess að kynnast tannu verksmiðjnm þar og í grendinni. Hinn 24; Ferúar lagði jeg af stað frá Leith með e/s »Ceres« og kom tíl Reykjavíkur 1. Marz. Að endingu vil jeg' þakka öllum þeim, sem á einn eða annan hátt liðsintu mjer á þessu ferðalagi mínu. Vil jeg þar einkum nefna ræð- ismenn Dana í Slokkhólmi, Gautaborg, Ilam- borg New-York og Cicago. Sjerstaklaga vil jeg þó þakka lir. ,T. Clan ræðismanni Dana i New- York, sem ótilkvaddur lánaði mjer peninga til ferðalagsíns í Ameríku og veitti mjer ýmsar á- gælar upplýsingar- Sömuleiðis vil jeg þakka vinuiti minum og fjelögum K. F. U. M. vestan hafs, sem tóku mjer sem bróður og leiðbeindu rnjer á marga vegu. Vil jeg ráðleggja ungum mönnum, sem hjeðan kunna aö fara vestur um haf að leita til þeirra strax og þeir koma þar i land og mun engan iðra þess. Athugasemdii1. Jeg hefi nú hjer að framan reynt að segja svo rjett og satt irá ferð minni síðast liðinn vetur, sem unt er. Og vona jeg að menn geti dregið sínar áliktanir út af því sem sagt hefir verið. Fyrir mínum augurn eru horfurnar með sölu á íslenzkri síld, alt annað en glæsilegar. Og megum við okkur sjálfum um kenna; þvi ekki dylst mjer það, að hroðvirkni og óvöndun að ýrnsu leyti, eiga mestan þátt í því óorði, sem nú er komið á íslenzku sildina, víðast hvar í öðrum löndum. Útlendingarnir sem stunda

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.