Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1916, Blaðsíða 5

Ægir - 01.12.1916, Blaðsíða 5
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS 9. árg. ferð um jforðurlanð. Hinn 12. ágúst 1916 fór eg með »Ceres« norður um land. Var ætlun min að fara um Skagann og Fljótin og halda svo til Siglufjarðar og bíða þar eftir »Flóru« og fara með henni austur um land og rejma þaðan að komast að Skálum á Langa nesi og á Borgarfjörð eystri, því þar hafði eg aldrei komið. Hafði Þorsteinn Jónsson kaupmaður á Seyðisfirdi lofað mér flutningi á þessa staði, ef eg kæmist austur. Hafði hann vélarbát i förum milli þessara staða, því hann hefir allmikla bátaútgerð á Skálum, °g á Borgarfirði kaupir hann lifur, eins °g svo víða annarstaðar. Með »Ceres« var míkill fjöldi farþega, voru það mest Reykvíkingar, sem voru að taka sér sumarfrí. Var nú haldið sem leið liggur vestur Um land og komið við á Patreksfirði, Bíldudal, Þingeyri og ísafirði. Var við- staðan stutt á öllum þessum stöðum. A Suðurlandi, Vesturlandi og vestari hluta Norðurlands höfðu óþurkar gengið frá þvi um slátlarbyrjun, en þessa dag- ana brá til þurka og var indælasta veður a Vestur- og Norðurlandi, en þó fremur þokusamt, einkum að nóttunni og fyrri hluta dags. Á Vesturlandi hafði vorvertíðin verið 1 góðu meðallagi. Flestir höfðu vélabát- Nr. 11-12. arnir stundað veiði með handfærum. Var það af þeirri orsök, að veiðarfæri voru svo afardýr og því nær ófáanleg. Þótti því minni áhætta að nota handfærið. Þegar Vestfirðingar nota vélbáta sína þannig, skifta þeir aflanum svo, að hver háseti fær 2/3 af þvi sem hann dregur, en leggur sér til fæði og veiðarfæri. Skip- stjóri fær, að jafnaði, alt sem hann dregur, en leggur sér til veiðarfæri og fæði. Stein- olía, smurningsolía, tvistur og salt er borgað af óskiftum afla. Venjulega er fiskurinn seldur upp úr salti, en sé hann verkaður, er verkunin einnig borguð af óskiftum afla. Á þenna hátt geta hásetarnir fengið allgóðan hlut, ef vel viðrar og fiskur gengur á grunnmið, en hagur útgerðar- manna er sjaldan mikill. Hinsvegar bíður útgerðin sjaldan mikið tjón, af því að til- kostnaðurinn er svo lítill. Vitanlega verður veltan (umsetningin) miklu minni á þennan hátt, því aflinn er miklum mun minni í heild sinni. Olía er tiltölulega litið notuð, þvi nær eingöngu til að komast út og inn. Bát- arnir liggja á fiskimiðunum með seglum, á sama hátt og þilskipin, en þeir hafa þann kost umfram þau, að þegar rekur af fiskimiði, þá geta þeir notað vélina til að komast á það aftur, þótt logn sé eða mótvindur. Það sem verst er að þessari veiðiaðferð, er það, hve lítið veiðist af þeim fiskiteg- undum, sem menn nota til fæðu hér Reykjavík. Desember, 1916.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.