Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1916, Blaðsíða 26

Ægir - 01.12.1916, Blaðsíða 26
154 ÆGIR Pollsins eru 3 rauðar baujur með upp- bendandi kústum á 4,7, 4 og 3 m. vatns- dýpi. 6. Á Laufásgrunni og Toppeyrargrunni i Eyjafirði eru baujur, sem þó vanalega eru teknar burtu yfir veturinn og þegar isar eru. Mótornámskeið á ísafirði. Það byrjaði 2. október, þátttakan var fremur lítil til að byrja með, en óx þeg- ar áleið. Kenslan var bæði bókleg og verkleg. Alls var kent í 98 tima. Verklega kenslan var aðallega fólgin i þvi, að læra að setja mótor af stað, og finna galla á honum sem gerðir voru af kennaranum. Við höfðum þrjár vjela- tegundir til þessa. Einnig var farið með nemendurna í ýms skip, og vjelarnar skoðaðar í þeim. Einn dag var farið á mótorbát í hvassviðri, til að æfa nem- endurna í þvi, að breyta gang mótorsins °g leggJa skipshlið. Hjeraðslæknirinn á ísafirði hjelt 10 fyrirlestra læknisfræðislegs efnis, og voru þeir sóttir af nemendum beggja náms- skeiðanna, — þar var einnig haldið nám- skeið fyrir skipstjóra á smáskipum. — Þess konar fyrirlestrar eru afar nauð- synlegir, sjerstaklega fyrir sjómenn, sem allir ættu að vita til hvaða ráða skal taka, þegar slys ber að höndum, til þess að geta veitt bráðabyrgðarhjálp, þar til næst í læknir. Að loknu námsskeiðinu var haldið próf í mótorvjelfræði, prófdómendur voru skipaðir af bæjarfógetanum á ísafirði, þeir: Þórður Þórðarson og Sigtryggur Guð- munsson, báðir vjelasmiðir á ísafirði. Af 11 sem sóttu námsskeiðið voru 9 sem tóku próf, 2 gátu eigi gengið undir prófið, sökum þess að þeir höfðu eigi náð þvi aldurstakmarki sem reglugerðin setur. Þessir tóku próf: Frímann Tjörvasou, ísafirði. . . . 18stig Sigurður Pjetursson, Skagafirði. . 12 — Iíristinn Guðm. Guðbjartss., ísaQ.s, 16 — Jón Guðmundur Jónsson, ísafirði 18 — Kristján M. Kristjánss. Dýrfjörð, ísf. 18 — Guðmundur Jón Danielss., Súga.f. 19 — Óskar Bjarnason, Stapadal.........11 — Jón Albertsson, ísafirði. ........17 — Þórarinn Helgason, ísafirði .... 14 — Kenslan fór fram i bæjarþinghúsi ísa- fjarðar, lánaði bæjarstjórnin það ókeypis með ljósi og hita, og færi jeg henni og öðrum er hlyntu að námsskeiðinu min- ar bestu þakkir. ól. Sveinsson. Skýrsla til Fiskifjelags íslands í Reykjavík nm sjómannakenslu á ísailrði vetnrinn 1916. Námsskeiðið byrjaði 9. október og end- aði 21. nóvember. Nemdendur voru 8. Þar af tóku 4 próf. Einn vantaði mánuð til að geta fengið sjóferðavottorð sin og tekur hann próf um nýárið. Hinir 3 hættu við námið eftir hálfsmánaðar tima; voru 2 þeirra svo illa undirbúnir, að þeir hefðu þurft svo langan tima til að taka próf, og var álitið ótækt að halda kenn- ara eftir þvi. 1 var kallaður i skiprúm og varð að hætta þess vegna. Þessir tóku prófið: Friðrik Guðmundsson, Súgandaf. 24 stig Rristján Guðmundsson, Súgandaf. 26 — Guðmundur Salómonsson, ísafirði 32 — Snæbjörn Einarsson, Hellissandi . 31 — Prófdómendur voru: Benedikt Jónsson, Brynjólfsson og Jón Pálsson, skipstjórar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.