Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1916, Blaðsíða 20

Ægir - 01.12.1916, Blaðsíða 20
148 ÆGIR Ráðið, að það tæki sem allra fyrst á dagskrá sína til umræðu þetta frumvarp, sem myndi koma í veg fyrir of tíða mis- beiting, er þúsundir flskimanna verða að sæta. Premínrnar. Samkvæmt lögunum 26. febrúar 1911, fær hver sjómaður á frakknesku þorsk- veiðaskipi fyrir ákveðinn lima þessar premíur: 30 fr. við Nýfundnaland, 50 — — ísland, 30 — — Færeyjar og 15 — — Doggerbanka. Ef til fiskveiðanna við Nýfundnaland heyrir þurkun, hækkar premían upp í 50 fr fyrir hvern þann, sem að þvi verki stendur og fyrir einn í mesta lagi af 3, er fiska. Þó er þess að geta um þau skip eða báta, sem gerðir eru út við strendur Saint-Pierre-et-Miquelon, og ekki hafa nema 3 háseta, að þeir eiga allir heimting á 50 fr. premíu, ef þeir fást við þurkun. En þar eð gróðabrall hafði fyrir nokkurum árum komið af stað verðhækkun á erlendum lirognum, svokölluðum Bergenshrognum, þótti það hlýða að ýta undir innflutning frakk- neskra hrogna með ákvæði um premíu, er skiftist milli innflyljenda og þeirra fiskimannafjelaga, er stæðu að útvegin- um. Samkv. 13. gr. laga, 26. fébr. 1911, er heitið 15 fr. premiu fyrir hver 100 kg lirogna úr verðlaunafiski, er fluttur hefur verið til Frakklands, og notast geta til beitu við sardínuveiðarnar. Skip þau, sem stunda sardínuveiðar og fiskimannafjelög geta fengið 15 fr. premiu af hverjum 100 kg verðlaunahrogna, er keypt hafa verið beinlinis frá frakkneskri stórveiðaútgerð. Premía sú, er nú var nefnd, getur þó aldrei náð til meira en 250 kg á skipi, nema ef«um fiskimanna- fjelög er að ræða. Premíum til hrognút- gerða og innílutnings, er heitið alt til 31. des. 1926; þó skal upphæð þeirra færð niður um 10°/« frá 1. jan. 1917 til 31. des. 1921 og aftur um 10% af þeirri upphæð frá 1. jan. 1922 til 31. des. 1926. Skipshöfnum á þorskveiðaskipum hefur ekki verið gert fullkomlega ljóst, hversu mikinn hagnað megi hafa af hrognunum, nje heldur hvernig best sje að geyma þau á skipsfjöl. Norsku hrognin — Berg- enshrognin — hafa verið vel útbúin og geymst ágætlega, enda verið í mjög miklu gengi. Og jafnvel þótt verðlaunin fyrir innflutning hrogna hafi allmjög aukið innflutning frakkneskra hrogna, þá hafa þau samt ekki komið að tilætluðum not- um. Það væri lilvinnandi að útbúa á öllum botnvörpungum hrogngeymslu- rúm. — í umburðarbrjefi dags. 24. febr. 1914, hefur undirritari verslunarflota- ráðuneytisins gefið bendingar um það, hvernig farið skuli með hrognin til þess að auka verslunargildi þeirra. Yílrlit. í stuttu máli að segja, fara árlega þús- undir sjómanna til fiskjar (þorskveiða) við Nýfundnaland, Island, Færeyjar og Doggerbanka. Þeir veiða fisk, sem bæði er neytt í Frakklandi og seldur til ann- ara landa. Af því að nýlendur vorar á Saint-Pierre-et-Miquelon eru svo nálægt, njóta landar vorir mikilla hlunninda á Nýfundnalands-miðunum og geta því öðrum fremur fært sjer í nyt anðsupp- spretturnar þar. Enda eru það fullar 10 þús. sjómanna, sem veiðarnar stunda, og þær birgja upp heil hjeruð og leggja drjúgan skerf til almennings heilla. —- Þetta er það, sem hefur komið fyrir- rennurum vorum til þess að ýta undir útgerðarmenn og jafnvel útflytjendur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.