Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1916, Blaðsíða 6

Ægir - 01.12.1916, Blaðsíða 6
134 ÆGIR innanlands, svo sem steinbítí, lúðu (flyðru), skötu o. fl. Afleiðingin er sú, að á Vestfjörðum er nú svo lítið um harðfisk (steinbít og rikl- ing), að jafnvel útgerðarmenn hafa eigi nándarnærri nóg handa sjálfum sér, hvað þá heldur að þeir geti af neinu séð til annara. Á lóðir fiskast sem sé miklu meira af þessum fisktegundum, en á handfæri, og harðfiskurinn hefir oft reynst Vestfirðing- um góð hlutarbót, og sparar mjög úttekt af útlendri kornvöru, og er að líkindum notabetri í bú að leggja. Á Vestfjörðum hefir steinbítsroð frá ómunatíð verið notað til skófatnaðar og er álíka haldgott og lambskinn, ef eigi er rigningasamt, og að vetri til í frostum er naumast hægt að fá betri skófatnað. Ugga og hausa nota menn þar mjög til skepnu- fóðurs og þykir það einhver besti fóður- bælir, sem unt er að fá, einkum fyrir kýr. Ef steinbítsafli hætti með öllu á Vesturlandi, mundu menn þar verða að kaupa útlendan fóðurhæti fyrir stórfé í stað þess affalls, er þeir hafa fengið af steinbítnum, og mundu þau kaup verða mörgum tilfinnanleg. Margir utanfjórðungs menn hafa hent gaman að Vestfirðingum fyrir notkun steinbítsroðsins til skófatnaðar. Síra ólafur stúdent kallaði Dýrafjörð í óvirðingar- skyni »Roðafjörð«. Er slíkt allheimskulegt, að henda gam- an að nýtni manna og það þvi fremur, sem roðið er þægilegur skófatnaður og alls ekki ljótur. Er vonandi að Vestfxrðingar láti eigi hæða sig til að hætta við notkun stein- bítsroðsins, ef steinbítur eigi liættir með öllu að fiskast. Annars vildi eg ráða þeim, sem kaupa steinbít af Vestfjörðum, til að nota af honum roðið til skófatnaðar, einkum í þurkatíð að sumrinu, í stað þess að kasta þvi, sem víðast mun gert. Frá ísafirði var farið um hádegi hinn 15. ágúst. Þegar kom út fyrir ísafjarðardjúp gerði niðaþoku, en svo mátti heita að blæ.a- logn væri. Eigi sáum vjer mikla síld með Hornströndum, en þegar kom norður fyrir Horn og vjer tókum að beygja inn á Húnaflóa, var svo krökt af síld, að eigi leið svo augnablik, að vjer ekki sæum torfu við torfu og var þó svo nið- dimm þoka, að eigi sá 100 faðma frá skipinu. Milli ísafjarðar og Reykjafjarðar er um 8 klst. sigling á gufuskipi. Vér vorum þó mildu lengur, því svo dimt var af þoku eftir að vjer komum fyrir Horn, að aldrei var farið nema með hálfum hraða og skipspipunni blásið í sífellu. Nálægt kl. 10 um kvöldið taldi skipstjóri, að vjer værum komnir suður gegnt Reykjarfirði, en eigi þorði hann að leita hafnar vegna þokunuar, sem enn var mjög dimm. Var þá tekið það ráð, að leggjast þar og híða til þess er þok- unni Ijetti. Þar sem vjer vorum staddir var um 25 faðma dýpi. Var nú lagst þar fyrir atkeri. Allir voru farþegar i ágætu skapi og skemtu sjer hið bezta um kvöldið. Var sungið og dansað og lesin kvæði og sögur. Var ekki farið að sofa fyr en um kl. 12. Um morguninn hinn 16. ágúst, nálægt kl. 10, ljetti þokunni og var þá ljett at- kerum og haldið inn á Reykjarfjörð. Kom þá í ljós, að vjer höfðum kvöldið áður verið komnir lítið eitt oflangt. Vjer höfðum um nóttina legið fram af Byrg- isvíkurfjalli, sem er sunnan við Reykjar- fjörð. í skipinu var nokkuð af vörum, er fara áttu til Hólmavikur. Þegar inn á Reykjarfjörð kom, vildi skipstjóri af-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.