Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1916, Blaðsíða 10

Ægir - 01.12.1916, Blaðsíða 10
138 ÆGIR höndum. Liggja eins og beðsljettur þvers yfir túnið, jafnhliða sjávarströndinni. En þetta eru alt malarkambar frá þeim tíma, sem túnið var fjöruborð. Á Skaga sjást þess víða merki, að landið hefir legið undir sjó. í Höfnum eru allstór bæjarhús, þótt nú sje þau tekin mjög að fyrnast. Er auð- sjeð á öllu heima við bæinn, að þarna hefir verið stórbú. Eini ókosturinn við Hafnir er það, hve langt er til kaupstaðar, alt að 8 klst. lestagangur. En þar ætti að sjálfsögðu að hafa vél- arbát til flutninga að og frá. Þegar við fórum frá Höfnum fórum við aðra leið, en við komum. Riðum við þá eftir dalverpi, er liggur upp frá Höfn- um. í því er allstórt vatn og var mjer sagt, að í þvi væri og nokkur silungs- veiði. Annars eru allmörg slík veiðivötn á Skaganum utanverðum. Á heimleiðinni komum við við í Kálfs- hamarsvík. Þar hefir mönnum komið til hugar að gera mætti höfn. Landnorðan- megin víkurinnar gengur fram höfði og skýlir hann legunni fyrir austan-, land- norðan- og jafnvel norðanátt. Sjálf er víkin breið og alldjúp og mundu naum- ast tök til að byggja þar öldubrjót, sem stæðist hafrótið. Ofan við höfðann er lítið stöðuvatn og er malarkambur milli þess og víkurbotnsins. Er auðsætt, að þar hefir botn víkurinnar verið, áður en sjórinn bar kambinn upp. Hefir þar þá verið ágætis höfn, innilukt fyrir öllum áttum, en ávalt hefir hún verið lítil og mundi eigi svara kostnaði að grafa fram kamb- inn til þess að gera þar höfn, vegna þess hve lítil hún yrði. Útsunnanmegin í vík- urbotninum gengur rif á ská fram í vík- ina, og tekur það mjög úr broti við landið í vestanátt, sem er aðalbrimaáttin. Á þessu rifi hefir mönnum komið til hugar að byggja mætti brimbijót og feng- ist þá þríhyrndur pollur innan við garð- inn, sem mundi rúma 10—11 vjelbáta. Virðist naumast geta komið til mála að leggja út í hafnargerð þar, fyrir svo fáa báta. Á höfða þeim, sem fyr er neíndur, standa þau fáu hús, sem eru i kauptún- inu og fremst á honum stendur vitinn. í Kálfshamarsvík er dálitil róðrarbáta- útgerð, eitthvað um 6—8 bátar. Er þar allfiskisælt um sumarmánuðina. Kemur fiskur þar nokkru fyr en á Skagaströnd og stendur þar lengur fram eftir haust- inu og er eigi mjög langt sótt. Mjög er þar brimasamt í vestanátt. Höepfnersverslun hefir útibú á Kálfs- hamarsvik, aðallega til fiskitöku. Eg átti tal við verslunarstjórann þar um stofnun fiskiQelagsdeildar og bjóst hann við, að takast mætti að stofna þar deild, en nú voru menn á sjónum öllum dögum, því afli var allgóður og einmuna blið- viðri á hverjum degi. Lofaði verslunar- stjórinn mér að gera tilraun til að stofna þar deild, þegar um hægðist, en eigi hefi eg enn fengið neitt skeyti frá honum um það. Sunnudaginn 20. ágúst hafði eg fund á Skagaströnd og stofnaði þar deild með 12 meðlimum. Nú áleit eg, að eg gæti eigi gert meira á Skaganum og vildi þvi komast burtu þaðan, helst annaðhvort á Siglufjörð eða í Fljótin. Eg hafði hugsað mjer að reyna að ná á eitthvert síldveiðaskipið kringum Skag- ann og komast með því til Siglufjarðar. En nú vildi svo til, að síldin var með öllu horfin undan Skaganum, en aftur voru uppgrip af síld vestur undir Strönd- um. Af þessu leiddi, að ekkert skip sást í kring um Skagann, heldur hjeldu þau

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.