Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1916, Blaðsíða 8

Ægir - 01.12.1916, Blaðsíða 8
136 ÆGIR fékk gistingu hjá Carl Berndsen, kaup- manni á Hólanesi. Skagaströnd er eiginlega 2 kauptún, Höfðakaupstaður og Hólanes og er ör- skamt á milli. Auk verzlunar Carl Bernd- sens á Hólanesi er þar kaupfélagsverslun, ætla eg hún heiti Yerslunarfélag Vind- hælishrepps. í Höfðakaupstaðnum held eg ekki að sé nein önnur verslun en hin gamla Höepfnersverslun. Skagaströnd var áður allblómlegur verslunarstaður. En þegar verslun var sett á Blönduósi dró hann þegar alt megnið af landvörunni frá Skagaströnd, svo að nú er hún eins og svipur hjá sjón við það, sem hún var fyrrum. Eg hefi áður minst á möguleika til að gera höfn á Skagaströnd. Nú athugaði eg þetta betur og komst að þeirri niður- stöðu, að þar mætti gera litla höfn, með tiltölulega litlum kostnaði, en naumast myndi þar að ræða um höfn fyrir mörg skip. Sagt var mér, að Kirk hafnarverk- fræðingur hefði haft likt álit á hafnar- gerð þar, en eigi hefi eg átt tal við hann um það. Eg geri við, að við hólmann mætti gera »bólverk«, sem eitt gufuskip, af líkri stærð og þau, er nú ganga hér við land, gætu legið við. Skagaströnd hefir sama kostinn og allar aðrar hafnir við Húnaflóa, að þar er svo litill munur á flóði og fjöru, eitthvað um 5—6 fet. En þar sem það er fyrirsjáanlegt, að þarna er ekki hægt að gera höfn nema fyrir örfá skip, þá virðist Skagaströnd naumast geta komið tíl greina fyrst um sinn. Á Skagaströnd er fremur litil útgerð, að eins 5 vélarbátar allir fremur litlir, frá 5—12 smál. Fiskur gengur þar seint, oftast ekki fyr en i 6.—7. viku sumars. Sjaldan mun afli haldast þar lengur en fram í október- mánuð. Á bátunum eru mest menn hing- að og þangað af landinu og oftast fyrir kaup. Hygg eg að það sé óheppilegt, því sjaldan eru sömu mennirnir ár eftir ár og kynnast þvi eigi nægilega fiskimiðum beggja megin ílóans, en það er kunnugt, að nægur fiskur getur verið á sumum miðum i Húnaílóa, þótt þvi nær fisklaust sé á öðrum. í sumar aílaðist sáralitið á Skagaströnd af þorski, en allmikið var þar af sild og hefði sjálfsagt mátt veiða miklu meira af henni en gert var, ef næg net hefði verið til og tunnur og salt. En þetta vant- aði að mestu leyti alt. Þó veiddist þar talsvert af síld, um- fram það, sem þurfti til beitu, og eitt- hvað lítilsháttar var selt til Siglufjarðar til útííutnings. Væri stór og góð höfn á Skagaströnd, mundi þar verða stærsta síldveiðastöð landsins, því staðurinn ligg- ur svo afbragðs vel við sildveiði, og inn- siglingin hrein. Frá Skagaströnd ætti að stunda fiski- veiðar á miklu stærri bátum en nú tiðk- ast og sækja aflann vestur undir Strandir, þegar fisklítið er við Skagann. Mætti þá vel selja aflann á Reykjarfirði eða Norð- urfirði, ef erfitt væri að komast austur yfir flóann, eða menn vildu eigi tefja sig á þvi, að fara heim þegar báturinn væri fullfermdur af fiski. En til þessa útheimt- ist að mennirnir sé nákunnugir undir Ströndunum, því þar er viða krökt af blindskerjum. Slika báta mætti og hafa til síldveiði, jafnvel með snyrpinót, t. d. tvo og tvo saman, og að sumrinu mætti oftast koma að landi á Skagaströnd með aflann, ef þar væri sæmileg bryggja, og henni ættu verslanirnar að geta komið upp af eign- um rammleik. Frá Skagaströnd fór eg út að Höfnum á Skaga, er það all-löng leið og fremur

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.