Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1916, Blaðsíða 27

Ægir - 01.12.1916, Blaðsíða 27
ÆGIR 155 forntannavisur um formenn á Hellissandi og Keflavík lianstið 1916. Kveðnar af Árna Magiuissyni. Sit jeg inni draums í dvala, dreyfist víða hugurinn. Við mig sjálfan verð jeg tala, vinir koma fáir inn. Eí jeg geri ekki fjasa öðrum neitt til hugraunar, við mig sjálfan má jeg masa mjer til dægrastyttingar. Enginn heyrir hvað jeg segi, hleri nema standi á. En það er sem jeg óttast eigi, þvi enginn vill mig hlusta á. Tali mínu við skal venda; vil jeg nefna formenn þá, alla að hug og kappi kynda Kefiavík og Sandi á. Rifi frá á höfrungsheiði hleypa náir Guðmundur fáki ráar, rán þó freyði, með rekka knáa, starfsamur. Við siglufald þó gustur græðist, Guðbjörn tjaldi borða á, báruskvaldur hót ei hræðist höfrungs kaldri storðu á. Jens á ílóða fáki völdum formanns- góðum -kostum ann. Hvals um slóð á úfnum öldum aldrei móðinn bila fann. Fákinn banda um lúðu landið lætur Brandur herða skrið. Ekkert handtak hans er blandið. Heppinn vandar fiskimið. Fákur strengja best útbúinn brims um engi Pjetri hjá. Með fríska drengi frá »Ártúni«; ferð ei íengi tefur sá. Fram um grænar lýsuleiðar þó logni ræni vindafar. Halls frá bænum býr til veiða borðakænu Jónas snar. Þó vindur stríður vogs á mýri verði tíðum önugur. Frá Grenihlíð, á húnadýri hvergi kvíðir, Guðmundur. Lárus sundafáki fleytir fram um grundir hnísunnar. Afla stundar orku neytir, örmum bundinn heppninnar. Aldahlýri oft þó pressi alls-órírar seglstengur. Friðbjörn stýrir ára-essi áls um mýri laghentur. Jóhann lætur fákinn fljóta flyðru-stræti röskur á. Ægisdætur brattar brjóta »Bifröst« mætur talinn frá. Brött þó drýgist ránarrákin, með rekka fria aðgætinn. Danilíus flæðafákinn færir týgjun albúinn. Knýr fram glaður kappajórinn, knár Sveinstaða Guðmundur, orkuhraður áls um kórinn, aflamaður viðkendur. Ásbjörn beitir áraljóni, afla leitar hvals um rann.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.