Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1916, Blaðsíða 17

Ægir - 01.12.1916, Blaðsíða 17
ÆGIR 145 með samningum, svo og við smáeyj- arnar Saint-Pierre-et-Miquelon. Eftir frakknesk-enska samningnum, 8. apríl 1904, þar sem vjer ijellum frá rjett- indum vorum á French Shore, er það að eins eitt einasta skip, er á siðari árum hefur stundað þessar veiðar og hefur þurkunartæki sín á skipsfjöl, en ekki á landi. Það er gert út i Frakklandi. Um veiðarnar við Saint-Pierre-et-Miquelon er það að segja, að þær eru ekki stundaðar af skipum, sem eru gerð út í Frakk- landi, heldur að mestu eða öllu leyti af smákænum, sem eru gerðar út í Saint-Pierre-et-Miquelon. Fiskimenn- irnir þurka sjálfir fiskinn á landi. 2. Veiðar á »bönkum«, veiðar á rúmsævi eða veiðar á reiki. Þetta eru veiðarn- ar sem stundaðar eru á bönkum úti á reginhafi á þessum slóðum: Stóra- banka við Nýfundnal., Bonnet, Fla- mand, Banc Vert, Banc de Saint- Pierre, Banquereaux du Cap Breton, Golfe de Saint-Laurent, í grend við Madeleine-eyjarnar. Skipin eru þá nefnd »bankarar« (banquais): a) Bankarar með þurkunartækjum eru að veiðum á bönkunum og koma svo að ströndinni til þess að þurka fiskinn. Þeir eru ýmist gerðir út i Frakklandi eða Saint- Pierre-et-Miquelon. b) Bankarar án þurkunartækja eður með söltunartækjum á skipsfjöl eru gerðir út í Frakklandi og eiga að vera allan veiðitímann á bönk- unum, en koma svo aflur heim með fiskinn saltaðan (»grænan«), en ekki þurkaðan. Ráðningarskilmálar sjómannanna. Þegar útgerðarmennirnir koma með öiálaleitanir sinar fyrir þingið, leggja þeir jafnan mikla áherslu á það atriði, að hinir lögskráðu sjómenn sjeu hlut- hafar með sjer og þeim sje því einnig áhugamál að fisksalan gangi sem best. í raun rjettri eru hásetar á botnvörpung- um að eins málaliðar (o: kaupamenn) eins og venjulega eru þeir, sem skráðir eru til milliferða og strandferða. En skip- verjar á seglskipum eru aftur í ágóða- fjelagi við útgerðarmanninn; þeir hljóta happ ef vel gengur, en þeirra verður líka skaðinn, ef illa fer, rjett eins og út- gerðarmannsins. »Fjelag útgerðarmanna og sjómanna«, segir hinn alkunni starfsbróðir vor, hr. Guernier, »er hlutafjelag, sem útgerðar- maðurinn veitir forstöðu. Samningurinn, sem kveður á um tilveru sliks fjelags og greinir frá skilmálum öllum, kallast til auðkenningar charte-partie. Gagnvart öðrum út í frá gerir útgerðarmaðurinn sem honum likar, á eigin spýtur, en ef ræða er um skifting ágóða eða taps af útgerðinni, verður hann að snúa sjer til skipverja. Eftir 1909 hafa útgerðarmenn gert reglur hluthafafjelaganna miklu ó- brotnari og látið þær vera hinar sömu meðal útgerðarmanna sömu hafnar eða jafnvel ýmissa hafna«. Vegna tilfinnanlegra atvika, er verða útaf ráðningu sjómanna í árslok 1911 í grend við Saint-Malo og Kanada, hefir flotamálaráðherrann látið taka til ihug- unar og ransóknar samninga þá (chartes- parties), er gildandi voru i þeim höfnum, sem gerðu út seglskip til stórveiða. Fécamp. — Laun fiskimanna frá Fé- camp eru tvennskonar: annarsvegar á- kveðin upphæð, auknefnd pot de vin (skipstjóri 400 fr., stýrim. og saltandi 350 fr., hásetar 300 fr.). Þessi fyrri launa- hluti er ekki bundinn við veiðina. Hins- vegar er viss hluli af ágóðanum, þ. e. 'h af honum, er skift milli sjómannanna.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.