Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1916, Blaðsíða 15

Ægir - 01.12.1916, Blaðsíða 15
ÆGIR 143 uppi fiskinn. Úr hverjum bát er svo rent 2 línum og á hvorri þeirra eru 8—900 önglar. Þeim er haldið við botninn með akkerum. Daginn eftir eru linurnar dregn- ar upp og veiðin flutt til skipsins. Fyrir 50 árum keyptu frakkneskir fiskimenn beilu af eyjarskeggjum, er þeir komu til Nýfundnalands og hjeldu svo þegar á veiðar. Með samþykt 4. janúar 1857 var þeim heimilað að taka sjálfir beitu i bresku flóunum eða kaupa hana af eyj- arskeggjum. En 1887 samþykti Saint- John þingið í Nýfl. svonefnd beitulög (Boét-Bill), er banna útflutning á heitu og samkvæmt þeim máttu eyjaskeggjar ekki selja hana frakkneskum fiskimönn- um, eða sæta fangelsi'ella. Breska stjórnin fjelst svo á, að lög þessi gengju í gildi árið 1888. Skömmu siðar (í mars 1891) hafði breska stjórnin og sú frakkneska komið sjer saman um, að gerðadómur skyldi jafna ágreining milli Breta og Frakka, er sett höfðu á stofn humra- veiðar þar á French Shore, en þing eyja- skeggja þvertók fyrir það. Til þess svo að útkljá ágreining og málalengingar, gerðu Bretar og Frakkar samþykt um Nýfundnaland og Vestur-Afríku þann 8. april 1914, um sama leyti og fyrirskip- anirnar um Egyftaland, Marokkó og Sí- ana. Með þessari samþykt, er staðfest var með lögnm 7. desember 19041), Ijet Frakkland af hendi forrjettindi þau, er þvi voru veitt i 13. gr. Utrecht-samn- mgsins, en fjekk trygðan þegnum sinum veiðirjett til jafns við Breta i landhelgi French Shore allan veiðitímann. En nieðfram French Shore er fult af leifum humrastöðvanna, svo að fiskurinn er flú- ’nn þaðan. Það er því aðallega á Stóra- hanka, sem landar vorir eru að veiðum nieð beitu frá French Shore og Sainl- 1) Stendur svo, en á auðvitað að vera 1914. Pierre-et-Miquelon. Árlega fara svo skip- in, eins og áður, frá Bretagne og Nor- mandí til fiskjar við Nýfundnaland, ís- land, Færeyjar eða Doggerbanka. Ávalt er nóg af fiski, sakir viðkomunnar, og þrátt fyrir alt það sem mokað er upp, enda veiðist sjómönnum vorum vel. Jafnskjólt og fiskurinn er kominn á skipsfjöl, tekur einn háseta, sem kallaður er kírurg (chirurgien), höfuðið af — og er það góð fæða skipverjum, — ristir fiskinn á kviðinn og tekur út lifrina; úr henni fæst lýsi til lækninga og leður- gerðar. Þá tekur hann og innýflin, er notast til beitu og — ef því er að skifta — hrognin, sem svo eru söltuð og þykja þá ómissandi við sardínuveiðarnar með ströndum Bretagne. En fiskinn verður að salta, af því að hann er veiddur svo langt frá neyslustöðvunum. Þegar búið er að íletja fiskinn, þvo og salta og hann er orðinn að saltfiski (klippfish), er honum troðið i tunnur eða hlaðið i lestina og siðan er hann seldur sem grænsaltaður þorskur (morue verte). Ef á að flytja hann til heitu fand- anna, er hann þurkaður við sólarhita og seldur sem harðfiskur. Stundum er hann ekki saltaður, en hengdur yfir ofn, reykt- ur og alþurkaður; er hann svo hefur fengið jafna festu og hörku sem trje, er hann nefndur stockfish (úr þýsku). Eftir 1904 hafa veiðarfæri breyst mjög og hefur það valdið ýmsum erfiðleikum. Til þorskveiða eru enn gerðar út skútur (20—30 smálestir) til Færejja eða Dogger- banka og duggur (120—250 smál.) til ís- lands og Nýfundnalands. En í nokkur ár hafa og verið gerð út gufuskip eða botnvörpungar, er fá gnótt fisks með því að draga á eftir sjer vörpurnar, sem eru stór keilumynduð netjahylki. Á botn- vörpungum hafa sjómennirnir allvistleg hibýli, skift niður á þrem stöðum: aftur-,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.