Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1916, Blaðsíða 9

Ægir - 01.12.1916, Blaðsíða 9
ÆGIR 137 ógreiður vegur. í för með mér var Berndsen kaupmaður í Hólanesi. Nálægt míðja vegu milli Skagastrandar og Hafna er Kálfshamarsvík. Þegar kemur nokkuð út fyrir Kálfs- hamarsvík eru lág björg fram með sjón- um og fellur sjórinn víðast upp að þeim um flóð. Björgin eru aðallega tvö og heitir hið innra Króksbjarg, en hið ytra Kerlingarbjarg og tilheyrir það bænum Tjörn á Skaga. Liggur vegurinn lengstum eftir brúnum þessara bjarga. Á einum stað undír Kerlingarbjargi var dálítið fjöruborð, Lágu þar selir i tugatali og bökuðu sig í sólskininu. Eigi gáfu þeir neinn gaum að okkur, þar til eg fór að kasta steinum niður að þeim og hóa, en þá varð heldur en ekki kvikt í fjörunni. Það var eins og öll fjaran væri orðin lif- andi, því alt, sem mér að ofan höfðu sýnst steinar, fór líka á kreik, það hafði þá líka verið selir. Var skoplegt að sjá hvernig þeir bröltu fram fjöruna og steyptu sjer í sjóinn, því nær allir í sömu andránni. Mér kom til hugar að Páli gamla Erlingssyni mundi þykja það skemtileg sjón ef hann hefði jafnmarga stráka i sundkenslu og þeir yrði jafnvel samtaka að steypa sjer í sjóinn í sömu svipan. Nokkur kópaveiði er þarna undir bjarginu á vorin í nætur. Mig minnir, að ^óndinn á Tjörn segði mjei', að hann hefði veitt 50 kópa síðastliðið vor. Eftir að kom út að Tjöi’n fórum við eigi alfai'a leið að Höfnum, heldur riðum við út eftir bjarginu þar til það þraut. Gerðum við það til þess, að eg gæti sjeð varp- landið í Hölnum, en þangað er allmikill hrókur, ef fyrst er farið að Höfnum. Hafnir eru ein mesta kostajörð þessa jands og er eign landssjóðs. Vildi eg, úr fVl eg var nú kominn þarna á annað J°rð, sjá alla kosti eignarinnai’. Að vísu eru varplönd eigi nema svipur hjá sjón, ef menn eigi sjá þau ura varp- tímann, en altaf má sjá afstöðuna, og hve létt er eða erfitt að stunda varpið. Á þessu svæði er landslagi svo háttað, að smáir, grasi vaxnir höfðar með vog- um inn á milli ganga fram í sjóinn. Alls- staðar var krökt af sel á skerjunum. Hér og hvar voru smærri og stærri rekatrje dregin undan sjó. Reki hetur áður verið mjög mikill á Skaga og þá einna mjsstur í Hafna landi, en mjer var sagt, að mjög hefði hann minkað siðustu árin. Austasta víkin í Hafnalandi er Kaldranavik. Stend- ur bærinn Hafnir fyrir botni víkurinnar og þó nokkurn kipp frá sjó. Austan megin vikurinnar er bær sá er Kaldrani nefnist og á hann land austan megin víkurinnar og alt að miðjum botni hennar. Hálf jörðín Kaldrani mun vera eign landssjóðs, en helminginn mun núverandi ábúandi Hafna eiga. Fyiir mynni vikurinnar liggur sker er nefnist Stórfiskur, er það eigi ólikt hvals- baki i lögun og af því mun nafnið dregið. Sker þetta dregur mikið úr stói’sjóum inni á vikinni, og er ekki ólíklegt að bryggjur gæti þvi staðið þar að sumrinu. Skipalægi virðist allgott á víkinni í öll- um áttum nema norðanátt. Grjótkambar þeii', sem bi'imið hefir kastað þarna upp, benda til þess hve ógurlegt hafrót verður þai'na að veti'inum og því eigi til að hugsa, að bryggjur gæti staðið þar yfir veturinn, Milli bæjarins i Höfnum og vik- ui'botnsins er slöðuvatn allstórt. Var mér sagt, að í þvi væri allgóð silungsveiði. Hafnir hafa þannig öll þau hlunnindi, sem mestu kostajarðir landsins hafa, egg- vei', selaveiði, silungsveiði og reka. Slægjurnar liggja út frá túninu á tvo vegu. Túnið er stórt og rennslétt. Svo virðist, sem túnið sé sljettað af manna-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.