Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1916, Blaðsíða 23

Ægir - 01.12.1916, Blaðsíða 23
ÆGIR 151 stað; hina miklu glompu í allri dýrðinni og kunnáttunni, og þessi glompa er vönt- un á björgunartækjum, sem skipstjórar og skipshafnir, hver í sínu lagi finna og og hafa fundið til, ekki síst síðan farið var að tefla á þá hættu, að senda skipin landa á milli á þessum voðatimum. Þeir hafa ekki til þessa farið þess á leit, að þetta væri lagað, því það er orð- ið svo rótgróið að líta svo á, að alt sje í bestu reglu, og færu einstaklingarnir að kvarta og heimta breytingu, mundi svar útgerðarinnar verða, að aðrir kæmust áfram, án þess að hafa alt það sem þessi heimtaði, og vildi hann ekki sætta sig við það sem væri, yrði að fá annan skip- stjóra á skipið, og þó eru útgerðarmenn allir hjer bestu menn, hjálpsamir, og synd væri að segja að þeir vilji ekki leggja alt til, sem til skipanna þarf, og allir eru þeir svo, að þegar slys eða druknun ber að höndum, þá veita þeir oftast ótilkvaddir ýmsa þá hjálp, ekkjum °g niunaðarleysingjum, sem nemur meira fjo, en það sem breyting til að koma í veg fyrir sljrsin mundi kosta þá. Pað eru þó hvorki skipstjórar, nje þeir, sem um þetta mál ættu að haía fjallað, °g það fyrir löngu. heldur ábyrgðarfje- lögin, sem ættu við stofnun sína að hafa slík ákvæði í reglugerðum sínum, en þau sofa og þvi meiri heiður fyrir útgerðar- Menn og skipstjóra, að hafa vakað og ýerða vakandi, því auk þess peningagild- ls sem mannslífið er, þá er hjer um mann- úð að ræða, sem ekki sist snertir þær ræddu mæður og litlu börnin heima, sem eiga fyrirvinnuna og þann sem þau eska á sjónum. Allar öryggisreglur á 1 gjöra þær rólegri, þegar þær vakandi og hlusta á storminn og Vl^ ,a^ Slnum út á sjónum. l'kur ótti og skelfing sem þær grípur gelur oft kostað heilsu þeirra og það verkar á heimilið alt. Þegar alt var í þessu dauðamóki, og þessi blettur á allri sjómensku landsins átti að standa óhagg- aður, þá tók Öldufjelagið sig til og kaus nefnd til þess að koma með tillögur, til þess að bæta úr ástandi því sem nú er, án þess að fara að viðhafa alla þá snún- inga og flækjur, sem tíðkast í lagagrein- um. Frumvarpið er einfalt og skiljanlegt og þeim til sóma sem sömdu. og jeg er á þvi, að þeim lögum verði hlýtt, þegar þetta er vilji allra, jafnvel betur yrðu það sjálfskrifuð lög, og að engum væri hleypt að því að gjöra þau margbrotnari. í engum sjólögum stendur það, að lconum og börnum eigi að bjarga fyrst allra, þegar slíkt ber að höndum, að allir verða að fara í bátana, en þau lög eru þó jafngild meðal sjómanna ef ekki meir og að þetta væri heimtað með lögum og margtvinnuðum lagabálkum. Aldan hefur hjer farið á stað til þess að reyna að af- má hneysu þá, sem kæruleysi þeirra, sem málefnið varðaði mest, hefur sett á alla útgerð landsins. Er nokkur meining að hið eina björg- unartæki á skipinu (báturinn) beri að eins 12—14 menu, þegar 25—30 þurfa að komast i hann? Eru nokkrir á skipinu lögskráðir til að verða eftir þegar svo ber að höndum, eða eru þeir sjálfsögðu á lista sjer? Það er að eins einn maður sjálfsagður, og það er skipstjórinn, hann er og á að vera sá, er siðastur fer í bát- inn, hann yfirgefur ekki skipið fyr en öllum er borgið, og þar sem 10—15 menn verða að standa og horfa á fjelaga sína leggja frá skipinu, þá veit hann i hvor- um hópnum hann á að vera. Á fundi Öldunnar þ. 6. desember var eftirfylgj- andi frumvarp samþykt, sem hvort sem það fær framgang eða ekki, verður ávalt þeim til heiðurs, sem unnu að þvi að semja það.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.