Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1916, Blaðsíða 14

Ægir - 01.12.1916, Blaðsíða 14
142 ÆGIR vjer nú stnttlega virða fyrir oss öll þan atriði, er fram hafa komið. forskveiðin eða stórveiðin. 1 allmörg ár hafa frakkneskir sjómenn ekki stundað aðra stórveiði en þorsk- veiðina. Þeir eru hættir hvalveiðunum og nú munu slikar veiðar að eins stund- aðar frá tveim stöðum í Norðurálfunni: Dundee í Englandi og Jönsberg í Noregi. Rað fæst nóg af þorski í norðurhöfunum. Þorskurinn er að útliti svipaður lýsu (merlan). Á lengd getur hann orðið röskur metri; meðalþyngd hans er 5 kg, en getur náð 15 kg. Svo er hann gráð- ugur, að hann gteypir alt, sem fyrir verður, og bítur á alls konar agn. Hann lifir helst í djúpsævi, en nálgast yfir- borðið, ef hann á ferðum sínum rekur sig á farartálma, svo sem sker og sand- rif. Hann er afskaplega frjósamur og telst mönnum svo til, að í einum einasta þorski hafi fundist yfir 9 milj. hrogn- korna, og ættum vjer ekki að þurfa að óttast, að ný veiðiáhöld útrými honum. Frakkar veiða þorskinn við Nýfundna- land, sjerstaklega á Stórabanka, við strend- ur íslands, undan Færeyjum og á Dogger- banka. Aðalfiskimiðið er á Stórabanka við Nýfl. og er hann 500 km langur, en 360 km breiður. Venjulegast er slíkur »banki« sandgarður, meira eða minna hulinn vatni, en Stóribanki, sem er við útsuðurshorn Nýfl., er neðansjávar; þar eru leðjulögin jafnaðarlegast á 50 metra dýpi, sem getur þó náð 160 m. Sjó- mennirnir verða þeirra varir af lilblæn- um, sem þar er tærari, og af hræringu og svala vatnsins. Frakkar og Bretar hafa nú í rúm 300 ár veitt þorsk á Stórabanka; þar er sjór venjulega stiltur og fiskurinn veður upp. Árið 1578 er þess getið, að þar hafi verið að veiðuni 150 frakknesk skip, 100 spönsk, 50 portú- gölsk, en að eins 30 bresk. Á 17. öld var Nýfundnaland lengstum talið frakknesk nýlenda. En með samningnum í Utrecht 17. apríl 1713, fengu Bretar alla eyna og sjómönnum vorum að eins áskilinn rjett- ur til fiskveiða og svo fiskþurkunar á norðurströndinni, en skuldbinda urðu þeir sig til þess að reisa þar engin mann- virki, nema til bráðabirgðar, svo sem skúra og þurkpalla, og langdvölum máttu þeir ekki vera þar. Með Parísarsamn- ingum, 10. apríl 1763, var oss heimilað að veiða fisk og þurka við strendur Ný- fundnalands og vjer fengum til umráða smáeyjarnar Saint Pierre-et-Miquelon, þar sem sjómennirnir gætu leitað at- hvarfs. En þrátt fyrir bann og bæging, settust nýbyggjarnir að á Nýfl. á 18. öld, einkanlega á frakknesku ströndinni (French Shore) og á 19. öld tóku þeir höndum saman við Breta til þess að hola Frökkum smám saman burt þaðan og meinuðu þeim að neyta þeirra rjett- inda, er þeim höfðu verið tiygð með samningnum. Frakkneskir fiskimenn á seglskipum — og það hafa flest skipin verið — nota færi eður línur við veið- arnar og verða að afla sjer ferskrar beitu (boétte) allan veiðitimann, þ. e. apríl til oklóber; í april og maí nota þau síld, sem þá er nóg af við strendur Nj'fl., en í júní til júlí síli (capelan), sem flýja undan þorskinum úr norðnrhöfum og berst svo með flóðinu í hrúgum upp á • fjörurnar. í ágúst til sept. hafa þeir lít- inn blekfisk, er kallast encornet. Einnig nota þeir til beitu ýmsa skelfiska, svo sem bulot eða bucarde; árið 1913 fisk- uðu þó nokkur skip allvel á bulot. Þegar skipið hefur næga beitu, varpar það akkerum þar sem skipstjóri ákveð- ur. Þá er skotið út smábátum (doris), með 2 mönnum á, sem eiga að leita J

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.