Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1916, Blaðsíða 18

Ægir - 01.12.1916, Blaðsíða 18
' 146 ÆGIR Aftur hafa orðið skiftar skoðanir á fyrir- framgreiðslu á nokkuru af þessum hluta til bestu fiskimannanna, kostnaði við að fylla í skarð látinna manna eður strok- inna og vátryggingum. Bretagnehjerað: Granville, Saint-Malo, Saint-Servan, Paimpol, Cancale. — Sam- kvæmt samningi, gerðum 1912 af útgerð- armannaráðinu og gildandi á 4 hinum fyrst nefndu stöðum, er fyrst tekin öll ágóðaupphæðin, af fisksölunni, því næst dreginn þar frá allur sameiginlegur kostn- aður, þá er afganginum deilt með fiska- tölunni og útkoman er þá fiskverðið. l/4 hlutann af fiskverðinu fá svo sjómenn- irnir á bátunum (doris) margfaldaðan með þeirri fiskatölu, er þeir hafa veitt. Auk þess greiðir útgerðarmaður af þeim s/í hlutum, er honum bera, laun þeirra sjómanna, er ekki veiða (draga) — nema þá stöku sinnum, — svo sem skipstjóra, stýrimanns, sallanda, viðvaninga og vika- drengja. Sú upphæð fer nokkuð eftir vissum reglum (skipstj. og stýrim. 600 fr., bryti og saltandi 550 fr., formaður (á dori) 525 fr., aðrir verkamenn (avants) 475 fr., viðvaningar 300 fr., vikadrengir 250 fr.). Slíkar greiðslur verða yfirleitt ekki endurkrafðar, nema ef maður geng- ur sjálfviljugur af skipi eður ferðast eitt- hvað að nauðsynjalausu, eða ef mönn- um er haldið eftir srnnkv. lögskráning- unni eða þeim er hafnað af útgerðar- manninum. Skipsljöri eður yfirmaður veiðanna getur haldið bátsmönnum (dorissiers) eftir á skipi til algengra starfa þar og borgað þeim af fiski, sem dreg- inn er frá hinum bátsmönnunum. En það þykir nokkuð hart. 1 Cancale hefir fjelag háseta reyndar fengið skotið inn i samning útgerðarmanna ákvæði nm þóknun þeirra bátsmanna, er kyrsettir eru til þess að hjálpa til að ganga frá fiskinum. En útreikningurinn, á þeirri greiðslu er allflókinn, þvi að þá er þókn- unin miðuð við það, að 1000 fiskar vegi 27 centnera, og takmarkar það tölurnar meira og minna. Hinar síðustu veiðiferðir. Fyrir stríðið fjölgaði botnvörpungum þeim, er stunduðu fiskveiðar við Núfl., hröðum fetum. Allmörgum botnvörp- ungum var komið upp til fiskveiða þar, en hinir voru þó ekki eingöngu notaðir til þessara þriggja mánaða veiði; menn lögðu æ meira og meira kapp á að hafa nægan starfa handa þeim, því að eftir eðli sínu eiga þeir aldrei að vera að- gerðarlausir. Flestir þeirra, sem komnir voru til Nýfundnal., höfðu þó áður hafið göngu sina til íslands, en haldið siðan aftur að heiman til Nýfl. upp úr maí- lokum. »Eftir hinn ágæta árangur hlýtur botn- vörpungum að fjölga óðum«, sagði skip- stjórinn á freigátunni Lagrenée 1914. Þegar Þýskalandskeisari sagði Frakk- landi stríð á hendur í ágústmán. 1914, urðu frakkneskir sjómenn að hætta fisk- veiðum og hverfa heim. Þó tókst að gera út 72 seglskip og 8 botnv. lil Nýíl. árið 1915, til saman 20,519 smálestir (brúttó). Árið 1916 voru botnvörpungarnir kyr- setlir, en landstjórnin fjekk seglskipaeig- endur til þess að gera út að minsta kosti V* hluta skipastólsins og Ijet 3000 sjó- menn vera til taks. Hinn 6. maímánaðar voru 92 seglskip lögð af stað til Ný- fundnalands og íslands. Útgerðin tii íslumls. Þau seglskip eður botnvörpuskip, sem ætlað er að vera að veiðum við ísland, eru að jafnaði minni en þau, sem fara til Nýfl., og eru frá Dunkerque, Grave-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.