Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1916, Blaðsíða 11

Ægir - 01.12.1916, Blaðsíða 11
ÆGIR 139 öll dýpra vestur undir Strendur. Það var því eigi annað fyrir mig að gera, en að kaupa vjelbát til að flytja mig yfir í Fljót. En það var afardýrt, ef eigi hefði verið hægt að fá einhvern ílutning um leið til að draga úr kostnaðinum. Talað- ist þá svo til, að kaupfjelagið iékk vörur fluttar með bátnum út á Skaga og auk þess átti báturinn að fara með kaupafólk inn á Reykjaströnd. GeKk lengi að íerma bátinn og auk hans var fermt stórt upp- skipunarskip, sem báturinn átti að draga eftir sjer. Var klukkan orðin rúmlega 3 þegar við komumst af stað. Gekk ferðin mjög seint, svo að um kvöldið nálægt kl. 7 vorum við komin lítið eitt út fyrir Kálfs- hamarsvík. Sáum við þá gufuskip koma inn með Skaganum og þektum fljótlega að það var botnvörpungur og var auðsjeð, að hann var í síldarleit. Eg hafði hugsað mér, að komast út með einhverju síld- veiðaskipi frá Sigluíirði til að sjá, hvernig sild væri veidd í snyrpinót, því það hafði eg aldréi sjeð áður. Nú þótti mjer bera vel í veiði, ef eg gæti komist í þetta skip. Eg sá það fyrir, að ef eg hjeldi áfram með bátnum, þá yrði eg að sitja uppi alla nóttina og að eg ynni ekkert við það, því tima hafði eg nægan til að komast í Fljótin, þótt eg læri þennan útúrdúr og jafndýrt yrði íyrir mig að fá flutning úr Fljótunum út a Siglufjörð, eins og að fá hest og fylgd á Siglufirði inn í Fijótin. Eg bað því for- naanninn að stýra í veg lyrir botnvörp- unginn. Þegar að honum kom, þekti eg að það var »Þór« frá Reykjavik. Bað eg Jóel skipstjóra að taka mig með, et hann ^yggist við að koma inn á Siglufjörð, þegar hann hefði fengið síld. Hann kvað farið velkomið, en búast mætti eg við, að það gæti dregist, að hann kæmi inn á Siglufjörð, því eigi færi hann á höfn fyr en hann hefði fengið sild. Reyndar hjeldi skipið til á Svalbarðs- eyri, en svo stæði á, að hann einmitt i þessari ferð yrði að koma inn á Siglu- fjörð á heimleiðinni. Eg gekst fúslega undir þetta, þvi heldur kaus eg að vera á botnvörpungnum svo dögum skifti, en eina nótt á mótorbátnum. Kvaddi eg svo bátverja og að því búnu var »Þór« snúið á leið til Stranda. Rétt fyrir sólarlagið komum vér grunt upp undir Reykjarfjörð. Var þar þá fyrir allur síldarflotinn frá Eyjafirði og Siglu- firði. Var þar svo margt skipa, að eigi varð tölu á komið. Voru sum skipin svo langt norður með Ströndunum að þau sáust varla og enn lengra burtu sáust að eins reykirnir úr skipum, sem voru ennþá fjær. Innan um þennan skipasæg var afarstór enskur bryndreki. Var þetta ein með fegurri sjónum sem eg hefi séð, og eigi spilti það ánægjunni, að vita, að minsta kosti 4/5 þessara skipa voru islenzk eign. Smáar síldartorfur voru uppi hér og þar. Vér köstuðum fyrir eina torfuna og fengum um 60 tunnur. Þegar búið var að innbyrða síldina var farið að dimma. Þetta var nú oflítill afli til að fara heim með hann, en hinsvegar hefði þessi síld orðið ónýt hefði hún orðið að liggja á þilfarinu til næsta dags og verða undir væntanlegum afla þá. »Þór« hafði innan- borðs um 35 tómar síldartunnur. Var nú látin síld í þessar tunnur og lítlsöltuð, aðeins til að verja hana skemdum. Við það sem af gekk tunnunum var nú ekk- ert hægt að gera annað en að moka því í sjóinn aftur. En hásetarnir á »Þór« áttu nokkrar tunnur sjáffir. Var þeim nú leyft að hirða það af síldinni, sem þeir höfðu ílát fyrir, en þó varð enn afgang- ur. Eftir að farin er að dimma nótt er

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.