Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1916, Blaðsíða 24

Ægir - 01.12.1916, Blaðsíða 24
152 ÆGIR Vilji yfirmanna og allrar skipshafnar mun hin besta trygging fyrir þvi, að tækj- um verði haldið i reglu, þau geta haft ómetanlegt gildi. Ætlast er til, að alt sem hægt er verði gjört í þessu fyrir vertíð, en timinn er naumur til framkvæmda, og að tala um að stoppa skip vanti eitt björgunarbelti, ætti ekki að heyrast. Látum hvern gjöra sitt ítrasta, og það mun affarasælla en að koma inn stifni og rifrildi út afþessu í byrjun. Látum einhuga vilja þeirra, sem eiga hlut að máli, stíga fyrsta sporið, ög kom- ið svo með lagabálkana þegar það spor er stigið, þá trufla þeir síður úr því. En allir ættu að leggjast á sömu sveif og afnema þá hneysu og tjón, sem kæru- leysi i þessu efni geta haft í för með sjer. Um þessar mundir munu nóg björg- unarbelti til í Kaupmannahöfn. 7/j2 — 1916. Sveinbjörn Egilson. Nefndarálit 01dunnar. Netnd sú, er kosin var á fundi Öldu- fjelagsins 22. nóv. þ. á., til þess að ræða og koma fram með tillögur um, hvernig tryggja skuli betur útbúnað á bátum og björgunartækjum á fiskiskipum hjer við land og í millilandaferðum, hefur nú haldið með sjer 2 fundi og komið sjer saman um eftirfylgjandi tillögur: 1° Öldufjelagið beitist fyrirþvi, að bát- ar og önnur björgunartæki á fiskiskipum sjeu í svo góðu lagi, sem frekast er unt og kringumstæður leyfa. 2° Skipstjórar skulu vera í samráði við hina lögskipuðu eftirlitsmenn fiskiskipa, um að athuga að alt sje í því lagi, sem eftirfarandi tillögur ákveða. a. Hver skipsbátur skal vera 6 róinn að minsta kosti og hafa 2 vara árar og 2 vara áragafla, einnig stýri með sveif eða taumum, bátshaka, neglur bundnar við neglugötin, 2 austurtrog eða fötur, trausta bátsfesti, rekakkeri, með hæfilega langri festi, bárufleyg eða lýsispoka. Eitt hvítt ljósker og einn kompás. b. í hverjum bát skal vera að minsta kosti 10 lítrar af steinolíu og eld- spítur í tilblikkuðu íláti, einnig tjöru- hampur eða annað eins hentugt eða hentugra til blysa. c. Hver bátur skal hafa kút með fersku vatni, minst 20—30 lítra og í minsta lagi 10 kg af hörðu brauði i tilblikk- uðu íláti. d. Á hverju skipi skulu vera lífbelti ekki færri en skipshöfnin, þar að auki skulu vera á hverju skipi minst 2 lífhringir. e. Hver skipstjóri er ámintur um að hafa til taks á skipi sínu hinarfyrir- skipuðu alþjóða neyðarbendingar. 3° Alt sem upp er talið í staflið a, b, c, skal jafnan vera fyrirliggjandi í bátunum og skal þeim þannig fyrirkomið á skip- inu, og þeir það vel útbúnir, að hægt sje að setja þá út tafarlaust ef háska ber að höndum eða þörf krefur. 4° Vjelabátar, sem eru minni en 30 tons brútto skulu vera undanskyldir því er fyrirskipað er i staflið a, b og c, en í þess stað skulu þeir hafa rekakkeri með hæfilega löngum streng, og vera svo vel útbúnir að seglum, að vjelin skoðist að eins sem hjálparvjel. Ofanritaðar tillögur voru samþyktar á fundi fjelagsins »Aldan« þ. 6. þ. m.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.